25.11.2019
Á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands er þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar með um 205 málum. Lagt er fyrir Alþingi að samþykkja um 65 mál sem eru fyrirskipanir frá ESB eða mál sem eru bein afleiðing EES. Það er um 32% þingmálanna, svipað hlutfall og síðustu tvö ár (35 og 30%). Sum þingmálanna kalla á að Alþingi samþykki margar tilskipanir.
Þingmálaskrá 150. löggjafarþings 2019–2020 til útprentunar
Alþingi tekur ekki þátt í gerð tilskipananna, samþykki Alþingis er formsatriði. Alþingi breytir þeim heldur ekki í meginatriðum, hinni „þinglegu meðferð“ er því helst hægt að líkja við stimplun tilbúinna valdsboða. EES-tilskipanirnar koma við á leiðinni frá ESB í nefndum og ráðum EES sem hafa hverfandi lítil völd. S.k. „sameiginlega EES-nefndin“ hefur m.a. það hlutverk að „taka gerðirnar upp í EES-samninginn“ eins og það er orðað en í framkvæmd stjórnar ESB einhliða hvaða tilskipanir ganga í gildi á EES-svæðinu. Fæstar tilskipananna, „gerðanna“, verða að lögum, af 65 EES-málum þessa þings verða um 50 að lögum eða lagabreytingum, flestar EES-tilskipananna verða að reglugerðum sem ráðuneytin gefa út. Síðstu ár (2018 og 2017) hafa árlega verið gefnar út um 200 reglugerðir úr EES-tilskipunum sem er tæplega helmingur þeirra reglugerða sem ráðuneytin gefa út.
Í eftirfarandi lista eru þingmál sem eru fyrirskipanir frá ESB eða stjónvaldsaðgerðir vegna EES. Nokkur mál sem á að setja í lög og reglugerðir vegna fyrri EES-tilskipana. Einnig eru mál sem tengast Schengensamningnum sem reyndist ónothæfur í flóttamannabylgjunni 2015. Tilskipanir eru m.a. um fjármálafyrirtæki, tollkvóta og landbúnað, ríkisábyrgðir, ríkisstyrki, persónuverndarlög, orkuauðlindir, mengunarvarnarreglugerðir. Fjöldi tilskipana eru sagðar vegna „loftslagsmála“ en varða losun koltvísýrings.
FORSÆTISRÁÐHERRA
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, nr. 19/1966, o.fl. (heimildir aðila utan EES-svæðisins).
Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar sem lúta að því að skýra og afmarka nánar heimildir aðila utan EES-svæðisins til að öðlast fasteignaréttindi hér á landi. Fjallað verður um þau skilyrði sem slíkir aðilar þurfa að uppfylla, m.a. varðandi tengsl við Ísland, og undantekningar frá meginreglum laganna þrengdar. Gert er ráð fyrir að ráðherrar ríkisstjórnar leggi fram fleiri frumvörp á þessu löggjafarþingi sem snerta eignarráð og nýtingu fasteigna. (Október). - Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða nýtingu orkuauðlinda á opinberu forræði (nýtingarleyfi).
Í frumvarpinu verða útfærðar reglur um úthlutun leyfa til nýtingar orkuauðlinda á opinberu forræði til að mæta ábendingum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Lúta reglurnar meðal annars að þeim skilyrðum sem gilda eiga varðandi val á nýtingarleyfishafa eins og um orkuöryggi og sjálfbæra nýtingu, tímalengd nýtingarleyfa og viðmið um gjaldtöku. (Febrúar).
DÓMSMÁLARÁÐHERRA
- Frumvarp til laga um breytingar á lögum um útlendinga (alþjóðleg vernd og brottvísunartilskipunin).
Með frumvarpinu eru lagðar til nauðsynlegar lagfæringar á III. og IV. kafla laganna auk þess sem frumvarpið er liður í innleiðingu tilskipunar 2008/115/EB um brottvísun útlendinga í ólögmætri dvöl. Endurflutt. (September). - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016 (skilyrði dvalarleyfa).
Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á V. kafla laganna er varða grunnskilyrði fyrir dvalarleyfi, s.s. framfærslu og tilgang dvalar. Jafnframt eru með frumvarpinu innleiddar Schengen-gerðir og athugasemdir úttektarnefndar með Schengen-samningnum um dvöl umsækjenda um alþjóðlega vernd. (Janúar). - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útgáfu og notkun nafnskírteina, nr. 25/1965 (nafnskírteini).
Með frumvarpinu er lagt til að Þjóðskrá Íslands verði heimilt að gefa út ný nafnskírteini fyrir einstaklinga sem jafnframt væru ferðaskilríki á Schengen svæðinu. (Janúar). - Frumvarp til laga um landamæri.
Með frumvarpinu eru sett heildarlög um landamæri, en hingað til hafa þær meginreglur sem gilt hafa á þessu sviði verið í lögum um útlendingu og reglugerðum settum á grundvelli þeirra. Með þessu móti eru sett heildstæð lög um þær reglur og skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir m.a. á grundvelli Schengen samstarfsins. (Febrúar). - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi, nr. 16/2006 (ýmsar breytingar).
Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögunum vegna breytinga sem gera þarf á Schengen upplýsingakerfinu vegna nýrra skuldbindinga á sviði Schengen samstarfsins. (Febrúar).
FERÐAMÁLA-, IÐNAÐAR- OG NÝSKÖPUNARRÁÐHERRA
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991 (búsetuskilyrði EES-borgara).
Með frumvarpinu verður lagt til að felld verði brott ákvæði um búsetuskilyrði EES-borgara og Færeyinga sem eru í lögunum. Er breytingin í samræmi við athugasemdir Eftirlitsstofnunar EFTA. (September). - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd, nr. 56/2007 (samvinna eftirlitsstjórnvalda).
Frumvarpið hefur það að markmiði að efla samstarf eftirlitsstjórnvalda á sviði neytendaverndar, auka neytendavernd og samræma valdheimildir. Frumvarpið felur í sér innleiðingu reglugerðar (ESB) 2017/2394 um samvinnu eftirlitsstjórnvalda á EES-svæðinu á sviði neytendaverndar. Innleiðing. (Október). - Frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum, nr. 44/2005 (almenn endurskoðun og norrænn samstarfssamningur).
Frumvarpið felur í sér endurskoðun á nokkrum þáttum samkeppnislaga sem ætlað er að auka skilvirkni í framkvæmd þeirra, stuðla að aukinni og sanngjarnri samkeppni á mörkuðum með hagsmuni neytenda og atvinnulífsins að leiðarljósi, auk breytingar vegna norræns samstarfssamnings. (Október). - Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum varðandi leyfisveitingar (einföldun regluverks).
Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ýmsum lögum sem snúa að einföldun regluverks og leyfisveitinga, m.a. afnám iðnaðarleyfis og verslunarleyfis, brottfall úreltra laga o.fl. Um er að ræða fyrsta áfanga í aðgerðaráætlun um einföldun regluverks á málefnasviði ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. (Október). - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi, nr. 41/2015 (breytingar í kjölfar ábendinga frá Ríkisendurskoðun).
Með frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á lögunum, m.a. í kjölfar ábendinga í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem og ábendinga frá Eftirlitsstofnun EFTA. (Október). - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995 (hluthafar, milliliðir).
Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um hlutafélög sem varða skráð félög og lúta að deili á hluthöfum, hlutverki milliliða í sendingu upplýsinga frá félagi til hluthafa o.fl. Um er að ræða innleiðingu á tilskipun (ESB) 2017/828 um réttindi hluthafa í skráðum félögum. Innleiðing. (Nóvember). - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006 (endurskoðunarnefndir, leigusamningar).
Frumvarpið felur í sér innleiðingu á ákvæðum um endurskoðunarnefndir úr tilskipun (ESB) 2014/56 um breytingu á tilskipun um lögboðna endurskoðun ársreikninga og samstæðureikninga og reglugerð (ESB) 2015/537 um endurskoðun eininga sem tengjast almannahagsmunum. Aðrar breytingar snúa m.a. að upptöku nýs reikningsskilastaðals fyrir leigusamninga auk annarra minniháttar breytinga. Innleiðing. (Nóvember). - Frumvarp til laga um Orkusjóð.
Með frumvarpinu er skýrar kveðið á um hlutverk Orkusjóðs, fyrirkomulag, fjármögnun og stjórnsýslu. Þetta er liður í eflingu Orkusjóðs í samræmi við aukin verkefni hans sem tengjast aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftlagsmálum. (Janúar). - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 76/2011 (bann við mismunun).
Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerð (ESB) 2018/302 sem felur í sér sértækar reglur um bann við því að seljendur vöru og þjónustu mismuni kaupendum eftir staðfestu, búsetu eða þjóðerni („geo blocking“). Gildir óháð söluaðferð en tilgangur gerðarinnar er að koma í veg fyrir að mismunun í netviðskiptum. Innleiðing. (Febrúar). - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi, nr. 40/2013 (skýrsluskil o.fl.).
Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi, nr. 40/2013, sem felur m.a. í sér ákvæði um aukin skýrsluskil eldsneytisbirgja, breytt lágmark minnkunar á losun gróðurhúsalofttegunda með notkun lífeldsneytis og ákvæði til að bregðast við óbeinum breytingum á landnýtingu vegna framleiðslu lífeldsneytis. Með frumvarpinu er innleidd tilskipun (ESB) 2015/1513. Innleiðing. (Febrúar). - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi vörur sem tengjast orkunotkun, nr. 72/1994 (orkumerkingar).
Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi vörur sem tengjast orkunotkun, nr. 72/1994, vegna innleiðingar reglugerðar (ESB) 2017/1369 um setningu regluverks um orkumerkingar sem fellir úr gildi tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/30/ESB. Innleiðing. (Febrúar). - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vörumerki, nr. 45/1997 (málsmeðferð o.fl.).
Frumvarpið felur í sér breytingar á vörumerkjalögum, m.a. varðandi málsmeðferð, nýjar tegundir merkja o.fl. Það felur í sér innleiðingu tilskipunar (ESB) 2015/2436 um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um vörumerki. Jafnframt að felld verði brott lög um félagamerki, nr. 155/2002, og að ákvæði um slík merki, sem og ábyrgðar- og gæðamerki, verði felld inn í vörumerkjalög. Innleiðing. (Febrúar). - Frumvarp til laga um viðskiptaleyndarmál.
Frumvarpið felur í sér ný heildarlög og jafnframt að fellt verði úr gildi ákvæði um atvinnuleyndarmál í 16. gr. c laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005. Um er að ræða innleiðingu tilskipunar (ESB) 2016/943 um viðskiptaleyndarmál. Innleiðing. (Mars).
FJÁRMÁLA- OG EFNAHAGSRÁÐHERRA
- Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna skattlagningar tekna erlendra lögaðila í lágskattaríkjum, samsköttunar félaga, takmörkunar á frádrætti vaxtagjalda og skattlagningar útsendra starfsmanna (samsköttun, CFC-félög o.fl.).
Frumvarpið felur í sér ýmsar nauðsynlegar breytingar á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, m.a. vegna skattlagningar eignarhalds á lágskattasvæðum auk athugasemda frá Eftirlitsstofnun EFTA vegna samsköttunar félaga og heimildar til frádráttar endanlegs taps frá tekjum af atvinnurekstri. Þá er í frumvarpinu að finna tillögu sem samræmist skuldbindingum Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið án þess þó að koma niður á eðlilegri fjármögnun samstæðna sem ekki beinist að því að takmarka skattgreiðslur vegna brottfalls b-liðar 3. mgr. 57. gr. b laga um tekjuskatt þann 1. janúar 2019, sbr. nefndarálit meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar á 148. löggjafarþing 2017–2018, þingskjal 110 – 3. mál. Þá eru lagðar til breytingar á skattskyldu í tengslum við útleigu á vinnuafli eða annars konar vinnuframlag starfsmanna erlendra aðila hér á landi en þörf er á að útvíkka og skilgreina enn frekar ábyrgð innlendra aðila á skattskilum starfsmanna erlendra aðila vegna vinnu hér á landi, sbr. nefndarálit efnahags- og viðskiptanefndar á 148. löggjafarþing 2017–2018, þskj. 1149, 561. mál. Endurflutt. (September.) - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016 (viðskipti lánamiðlara yfir landamæri).
Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016, með það að markmiði að ljúka að fullu innleiðingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/17/ESB um lánssamninga fyrir neytendur í tengslum við íbúðarhúsnæði. Efnisákvæði gerðarinnar voru að mestu leyti tekin upp í íslenskan rétt með setningu fyrrgreindra laga árið 2016. Þau atriði sem út af standa varða heimildir lánamiðlara til að eiga viðskipti yfir landamæri, hvernig haga eigi eftirliti með lánamiðlurum og hvernig leysa beri úr ágreiningi á milli eftirlitsstjórnvalda sem sinna eftirliti með þeim. Tilskipunin var tekin upp í EES-samninginn 8. maí 2019, með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2019. Innleiðing. (September). - Frumvarp til laga um um breytingu á ýmsum lögum um skattlagningu ökutækja (ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.).
Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ýmsum lögum um skattlagningu ökutækja. Hér er m.a. um að ræða breytingar á lögum um virðisaukaskatt er lúta að tímabundinni endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við uppsetningu og kaupa á hleðslustöðvum í íbúðarhúsnæði. Auk þess er lagt til að bílaleigur og handhafar leyfa til að stunda eignaleigu og/eða fjármögnunarleigu verði heimiluð tímabundin endurgreiðsla eða eftir atvikum undanþága frá virðisaukaskatti af útleigu á ökutækjum sem fallið hafa undir ívilnun á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða XXIV í lögum um virðisaukaskatt. (Október). - Frumvarp til laga um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga.
Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 909/2014 (Central Securities Depositories Regulation, CSDR) sem er ætlað að bæta verðbréfauppgjör á EES-svæðinu og samræma kröfur sem gerðar eru til starfsemi verðbréfamiðstöðva sem reka verðbréfauppgjörskerfi. Frumvarpið mun enn fremur fela í sér nauðsynlegar breytingar á lögum um rafræna eignarskráningu verðbréfa, nr. 131/1997. Reglugerðin var tekin upp í EES-samninginn 28. febrúar 2019 með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2019. Innleiðing. (Október.) - Frumvarp til laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja.
Frumvarpið, sem felur í sér heildarlög, er innleiðing á síðari hluta tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB (Bank Recovery and Resolution Directive, BRRD). Frumvarpið sem mælir fyrir um heildarumgjörð skilameðferðar hefur meðal annars að geyma ákvæði um fyrirbyggjandi aðgerðir, undirbúning, framkvæmd og lok skilameðferðar. Í frumvarpinu verður kveðið á um nýja stjórnsýslueiningu sem nefnist Skilavald og fer með opinbera stjórnsýslu við skilameðferð og sérstakan fjármögnunarfarveg sem nefndur er Skilasjóður og ætlað er að fjármagna skilameðferð. Tilskipunin var tekin upp í EES-samninginn 9. febrúar 2018 með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2018. Innleiðing. (Október.) - Frumvarp til laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
Frumvarpið felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB um rekstraraðila sérhæfðra sjóða (Alternative Investment Fund Managers Directive, AIFMD). Um er að ræða heildarlög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Frumvarpið hefur meðal annars að geyma ákvæði um starfsleyfi rekstraraðila sérhæfðra sjóða, skipulags- og starfsleyfisskilyrði, gagnsæiskröfur, vörsluaðila og markaðssetningu. Tilskipunin var tekin upp í EES-samninginn 30. september 2016 með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 202/2016. Innleiðing. (Október). - Frumvarp til laga um markaði fyrir fjármálagerninga.
Með frumvarpinu, sem felur í sér innleiðingu í íslenskan rétt á tilskipun 2014/65/ESB og reglugerð (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFID II/MiFIR), er lagt til að sett verði ný heildarlögum markaði fyrir fjármálagerninga. Um nokkuð umfangsmikla breytingu er að ræða á gildandi rétti sem kallar á breytingar á m.a. lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, lögum, um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, og lögum um kauphallir, nr. 110/2007. Gerðirnar voru teknar upp í EES-samninginn 29. mars 2019 með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 78/2019. Innleiðing. (Október.) - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vátryggingastarfsemi og lögum um fjármálafyrirtæki (búsetuskilyrði, tilgreining eignarhluta, endurskiplagningarráðstafanir og slitameðferð).
Frumvarpið felur í sér breytingar sem eru til komnar vegna athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA. Annars vegar verður lagt til að almenn búsetuskilyrði laga um hlutafélög gildi um stjórnarmenn og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja og vátryggingarfélaga. Hins vegar verður lagt til að nýjum málsliðum verði bætt við 18., 149. og 161. gr. laga um vátryggingarstarfsemi, nr. 56/2010, vegna tilgreiningu eignarhluta vegna umsóknar um starfsleyfi og réttinda og skyldna við endurskipulagningarráðstafanir og slitameðferð. (Nóvember). - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002 (varnarlína um fjárfestingarbankastarfsemi).
Með frumvarpinu verður lagt til að fjárfestingar banka fyrir eigin reikning verðir takmarkaðar við tiltekið hlutfall af eiginfjárgrunni þeirra. (Nóvember). - Frumvarp til laga um sérleyfissamninga vegna afnota af landi í eigu ríkisins.
Með frumvarpinu er ætlunin að marka ramma utan um undirbúning, gerð og eftirfylgni með samningum um sérleyfi vegna nýtingar á landsvæðum í eigu ríkisins. (Nóvember.) - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ríkisábyrgðir, nr. 121/1997 (endurskoðun heildarlaga).
Með frumvarpinu er stefnt að því endurskoða lagaákvæði um lánaumsýslu ríkissjóðs og ríkisábyrgðir. Undir lánaumsýslu fellur m.a. tekin lán ríkissjóðs, endurlán, ábyrgðir, afleiður, áhættustýring og sjóðsstýring. Meginmarkmið frumvarpsins er að samræma löggjöfina gildandi lögum um opinber fjármál og stefnu í lánamálum. (Janúar). - Frumvarp til laga um meðferð ríkisaðstoðarmála.
Frumvarpið felur í sér innleiðingu breytinga á samningi EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstól er varða valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA þegar kemur að eftirliti með ríkisaðstoð. Með frumvarpinu verða lagðar til heimildir um sektir og samstarf við innlenda dómstóla. Jafnframt mun frumvarpið hafa að geyma ákvæði sem nú er að finna í samkeppnislögum, um málsmeðferð ríkisaðstoðarmála. Innleiðing. (Janúar). - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002 (CRD IV og CRR).
Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, til að ljúka að mestu leyti við innleiðingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB um stofnun og starfsemi fjármálafyrirtækja og varfærniseftirlit með þeim (CRD IV) og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 um varfærniskröfur vegna starfsemi lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja (CRR). Meðal annars verða lagðar til breytingar á lagareglum um eiginfjárauka, útibú og þjónustu þvert á landamæri, eftirlit og varfærniskröfur á samstæðugrunni og samstarf og upplýsingaskipti eftirlitsaðila. Innleiðing. (Febrúar). - Frumvarp til laga um fjárhagslegar viðmiðanir.
Með frumvarpinu verður lagt til að reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 um fjárhagslegar viðmiðanir verði innleidd. Reglugerðin hefur að geyma reglur um gerð og notkun viðmiðunarvísitalna á borð við EURIBOR sem liggja til grundvallar ýmsum samningum á sviði fjármálamarkaðar. Meðal annars er mælt fyrir um starfsleyfi og starfshætti aðila sem taka saman viðmiðunarvísitölur, aðferðafræði við vinnslu þeirra og eftirlit. Unnið er að upptöku reglugerðarinnar í EES-samninginn. Innleiðing. (Febrúar).
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA
- Frumvarp til breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 (EES-reglur).
Frumvarp þetta felur í sér efnislega endurskoðun á ákvæðum sérlaga sem falla undir málefnasvið heilbrigðisráðherra vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar. (Nóvember). - Frumvarp til laga um lækningatæki
Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/745 og (ESB) 2017/746, um lækningatæki. Um er að ræða frumvarp til nýrra heildarlaga um lækningatæki. Með frumvarpinu er skerpt á þeim kröfum sem lækningatæki þurfa almennt að uppfylla. Gerðar eru auknar kröfur til framleiðanda lækningatækja, m.a. varðandi eftirfylgni með lækningatækjum á markaði. Auknar kröfur eru gerðar til klínískra rannsóknar, m.a. um gæði gagna og aðgang að gögnum. Þá verður með frumvarpinu sett upp auðkenniskerfi í þeim tilgangi að geta rakið lækningatækið, m.a. til að koma í veg fyrir fölsuð tæki. Innleiðing. (Janúar). - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir, nr. 6/2002 (EES-reglur).
Með frumvarpinu verður lagt til að gerð verði breyting á lögum um tóbaksvarnir, nr. 6/2002, til að innleiða að mestu tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/40/ESB frá 3. apríl 2014 um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnvaldsfyrirmælum aðildarríkjanna varðandi framleiðslu, kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum og um niðurfellingu á tilskipun 2001/37/EB. Með frumvarpinu er lagt til að sett verði bann við tóbaki með einkennandi bragði sem og tilteknum aukefnum í tóbaksvörum. Einnig er lagt til að settar verði reglur um jurtavörur til reykinga, sbr. 21. gr. fyrrgreindrar tilskipunar. Innleiðing. (Apríl).
MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐHERRA
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum um viðurkenningu á menntun og hæfi til starfa hér á landi, nr. 26/2010 (evrópskt fagskírteini, vinnustaðanám o.fl.).
Frumvarpið varðar innleiðingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/55/ESB um breytingu á tilskipun 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, sem var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 94/2017 frá 5. maí 2017. Í frumvarpinu er mælt fyrir um upptöku evrópsks fagskírteinis til auðvelda frjálsa för starfsmanna og viðurkenningu faglegrar menntunar yfir landamæri, veitingu takmarkaðrar viðurkenningar, uppsetningu þjónustumiðju fyrir lögverndaðar starfsgreinar, samræmdar menntunarkröfur og lokapróf, viðurkenningu vinnustaðanáms yfir landamæri og rýni á þörfinni fyrir lögverndun. Innleiðing. (September). - Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972 (aðgengi lestrarhamlaðra að útgefnu efni).
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1564 frá 13. september 2017 um sérstök leyfileg afnot verka og annars efnis verndað af höfundarétti og skyldum réttindum í þágu einstaklinga sem eru blindir, sjónskertir eða geta ekki fært sér prentað mál í nyt, sem felur í sér innleiðingu á svonefndum Marakess-samningi um aðgengi sjónskertra að útgefnu efni frá 27. júní 2013 og breytir tilskipun 2001/29/EB um samræmingu á tilteknum þáttum höfundaréttar og skyldra réttinda í upplýsingasamfélaginu, felur í sér að gera þarf tilteknar breytingar á höfundalögum. Innleiðing. (Nóvember). - Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna gildistöku laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 (heimildir til vinnslu persónuupplýsinga).
Breytingar á ýmsum lögum vegna heimilda til vinnslu persónuupplýsinga vegna gildistöku laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. (Mars).
SAMGÖNGU- OG SVEITARSTJÓRNARRÁÐHERRA
- Frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta (samlegðaráhrifatilskipunin).
Frumvarpið varðar innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins 2014/61/ESB. Um er að ræða reglur um samnýtingu jarðvegsframkvæmda á sviði fjarskipta-, raforku- og veitukerfa. Meginmarkmið tilskipunarinnar snúa að því að draga úr kostnaði við uppbyggingu háhraða fjarskiptaneta. Endurflutt. Innleiðing. (September). - Frumvarp til laga um fjarskipti (heildarendurskoðun).
Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun gildandi regluverks á sviði fjarskipta með innleiðingu nýrra EES-gerða í landsrétt. Á sameiginlegum innri markaði Evrópu er rík áhersla lögð á einsleitni og samræmingu, af hálfu bæði stofnana ESB og EES og EFTA-ríkjanna sjálfra. Því er brýnt að uppfæra gildandi efnisreglur á sviði fjarskipta og tryggja viðeigandi framkvæmd þeirra hér á landi. (Febrúar). - Frumvarp til laga um skip.
Frumvarp til nýrra heildarlaga um skip sem mun taka við af a.m.k. þremur eldri lagabálkum. Með frumvarpinu er stefnt að því að einfalda regluverk og fella brott úrelt ákvæði. (Febrúar). - Frumvarp til laga um breytingar á lögum um loftferðir, nr. 60/1998 o.fl. (EES-reglur).
Um er að ræða breytingar á lögum um loftferðir o. fl. vegna innleiðingar á reglugerð (ESB) 2018/1139 um samræmdar reglur á sviði almenningsflugs og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins o. fl. Gerðin er grunngerð á sínu sviði. Áformað er að endurskoða ákvæði laganna til að tryggja reglugerðinni og afleiddum gerðum fullnægjandi lagastoð. Innleiðing. (Mars).
UMHVERFIS- OG AUÐLINDARÁÐHERRA
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (viðaukar).
Í frumvarpinu verða gerðar breytingar á viðaukum við lögin en í þeim er talin upp sú starfsemi sem fellur undir gildissvið laganna. Markmið með endurskoðuninni er einkum að lagfæra misræmi milli viðauka en dæmi eru um að sama starfsemi komi fyrir í tveimur viðaukum. Jafnframt er þörf á að meta hvort tiltekna starfsemi vanti í framangreinda viðauka sem og hvort einhver starfsemi megi falla á brott. (Nóvember). - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012 (skuldbindingar í loftslagsmálum, viðskiptakerfi með losunarheimildir).
Um er að ræða innleiðingu á tilskipun (ESB) 2018/410 sem breytir tilskipun 2003/87/EB um viðskiptakerfi með losunarheimildir. Í tilskipuninni er kveðið á um reglur varðandi viðskiptakerfið fyrir tímabilið 2021–2030, en hvað Ísland varðar ná þær einkum til fyrirtækja í stóriðju og flugi. Einnig verður í frumvarpinu lagastoð fyrir reglugerðir sem ætlað er að innleiða tvær gerðir Evrópusambandsins. Annars vegar er um að ræða reglugerð (ESB) 2018/842 um sameiginlega ábyrgð og hins vegar reglugerð (ESB) 2018/841 um landnotkun, breytta landnotkun og skógrækt. Innleiðing gerðanna er lykilatriði í samkomulagi Íslands, Noregs og Evrópusambandsins um sameiginlegt markmið á grundvelli Parísarsamningsins. Með samþykkt frumvarpsins myndi liggja fyrir skýrt regluverk um alþjóðlegar skuldbindingar Íslands varðandi losun gróðurhúsalofttegunda til 2030, skyldur fyrirtækja í viðskiptakerfinu, bókhald, skýrslugjöf og fleira. Innleiðing. (Desember). - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 53/2003 (EES-reglur, hringrásarhagkerfi o.fl.).
Um er að ræða innleiðingu á annars vegar tilskipun (ESB) 2018/850, sem breytir tilskipun 1991/31/EB um urðun úrgangs, og hins vegar tilskipun (ESB) 2018/851, sem breytir tilskipun 2008/98/EB um úrgang. Breytingarnar fela í sér innleiðingu á hringrásarhagkerfinu og er sérstök áhersla lögð á að draga úr myndun úrgangs, samræmda flokkun og sérstaka söfnun, sem og bann við urðun tiltekins úrgangs. Innleiðing. (Febrúar). - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002 (EES-reglur, framlengd framleiðendaábyrgð).
Um er að ræða breytingu vegna innleiðingar á tilskipun (ESB) 2018/851. Með frumvarpinu verða gerðar breytingar á lögunum í samræmi við lágmarkskröfur sem gerðar eru í tilskipuninni til kerfa sem byggjast á framlengdri framleiðendaábyrgð. Innleiðing. (Febrúar). - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989 (töluleg söfnunarmarkmið o.fl.).
Í frumvarpinu verður lagt til að Endurvinnslunni hf. beri að ná á landsvísu tölulegum söfnunarmarkmiðum fyrir einnota drykkjarvöruumbúðir, í samræmi við ákvæði tilskipunar (ESB) 2019/904 um aðgerðir til þess að draga út notkun á einnota plastvörum. Að auki verður lagt til að ákvæði laganna um endurvinnslu umbúða verði breytt til samræmis við svokallaðan úrgangsþríhyrning. (Febrúar). - Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (EES-reglur, plastvörur).
Með frumvarpinu verður innleidd tilskipun (ESB) 2019/904 um minnkun umhverfisáhrifa af tilteknum vörum úr plasti. Í frumvarpinu verður kveðið á um ráðstafanir sem er ætlað að draga úr notkun tiltekinna plastvara og að auka vitund neytenda um plastvörur. Jafnframt verður markaðssetning tiltekinna plastvara gerð óheimil, innleiddar verða kröfur til hönnunar eða samsetningar tiltekinna plastvara, kröfur um sérstakar merkingar á tilteknum plastvörum og framleiðendaábyrgð tekin upp fyrir tilteknar plastvörur. Þessum ráðstöfunum og aðgerðum verður fyrst og fremst beint að einnota plastvörum en einnig að veiðarfærum sem innihalda plast. Innleiðing. (Mars).
UTANRÍKISRÁÐHERRA
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993 (útganga Bretlands úr Evrópusambandinu).
Frumvarpinu verður ætlað að gera nauðsynlegar breytingar á lögum vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. (September). - Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 72/2019 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1369 frá 4. júlí 2017 um setningu ramma fyrir orkumerkingar og um niðurfellingu tilskipunar 2010/30/ESB. (Október). - Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 74/2019 um breytingu á um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/1513 frá 9. september 2015 um breytingu á tilskipun 98/70/EB um gæði bensíns og dísileldsneytis og um breytingu á tilskipun 2009/28/EB um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum. (Október). - Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 78/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
1) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 frá 15. maí 2014 um markaði fyrir fjármálagerninga og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012.
2) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1033 frá 23. júní 2016 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga, reglugerð (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik og reglugerð (ESB) nr. 909/2014 um bætt verðbréfauppgjör í Evrópusambandinu og verðbréfamiðstöðvar.
3) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB frá 15. maí 2014 um markaði fyrir fjármálagerninga og um breytingu á tilskipun 2002/92/EB og tilskipun 2011/61/ESB.
4) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1034 frá 23. júní 2016 um breytingu á tilskipun 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga. (Október). - Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
1) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 frá 26. júní 2013 um varfærniskröfur að því er varðar lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012.
2) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2395 frá 12. desember 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar umbreytingarfyrirkomulag til að draga úr áhrifum á eiginfjárgrunn vegna innleiðingar IFRS-staðals 9 og fyrir meðhöndlun tiltekinna áhættuskuldbindinga opinberra aðila gefnum upp í heimagjaldmiðli aðildarríkis sem stórra áhættuskuldbindinga.
3) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB frá 26. júní 2013 um aðgang að starfsemi lánastofnana og varfærniseftirlit með lánastofnunum og fjárfestingarfyrirtækjum, um breytingu á tilskipun 2002/87/EB og um niðurfelling á tilskipunum 2006/48/EB og 2006/49/EB. (Október). - Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 91/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/943 frá 8. júní 2016 um verndun trúnaðarupplýsinga um sérþekkingu og viðskipti (viðskiptaleyndarmál) gegn ólögmætri öflun, notkun og birtingu þeirra. (Október). - Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn.
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/17/ESB frá 4. febrúar 2014 um lánssamninga fyrir neytendur í tengslum við íbúðarhúsnæði og um breytingu á tilskipun 2008/48/EB og 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 1093/2010. (Október). - Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 frá 8. júní 2016 um vísitölur sem notaðar eru sem viðmiðanir í fjármálagerningum og fjárhagslegum samningum eða til að mæla árangur fjárfestingarsjóða og um breytingu á tilskipunum 2008/48/EB og 2014/17/ESB og reglugerð (ESB) nr. 596/2014. (Október). - Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á I. viðauka (Heilbrigði dýra og plantna) við EES-samninginn.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 frá 15. mars 2017 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi sem miðar að því að tryggja að lögum um matvæli og fóður og reglum um heilbrigði og velferð dýra, plöntuheilbrigði og plöntuverndarvörur sé beitt og um breytingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001, (EB) nr. 396/2005, (EB) nr. 1069/2009, (EB) nr. 1107/2009, (ESB) nr. 1151/2012, (ESB) nr. 652/2014, (ESB) 2016/429 og (ESB) 2016/2031, reglugerðum ráðsins (EB) nr. 1/2005 og (EB) nr. 1099/2009 og tilskipunum ráðsins 98/58/EB, 1999/74/EB, 2007/43/EB, 2008/119/EB og 2008/120/EB og um niðurfellingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 854/2004 og (EB) nr. 882/2004, tilskipunum ráðsins 89/608/EBE, 89/662/EBE, 90/425/EBE, 91/496/EBE, 96/23/EB, 96/93/EB og 97/78/EB og ákvörðun ráðsins 92/438/EBE (reglugerð um opinbert eftirlit). (Október). - Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1139 frá 4. júlí 2018 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins og um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 2111/2005, (EB) nr. 1008/2008, (ESB) nr. 996/2010, (ESB) nr. 376/2014 og tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2014/30/ESB og 2014/53/ESB og um niðurfellingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 552/2004 og (EB) nr. 216/2008 og reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3922/91. (Október). - Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á bókun 31 við EES-samninginn, um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins.
Uppfylling skuldbindinga um losun gróðurhúsalofttegunda á tímabilinu 2021–2030 í samræmi við ákvæði eftirfarandi gerða:
1) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/841 frá 30. maí 2018 um að fella losun gróðurhúsalofttegunda og upptöku frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt inn í loftslags- og orkurammann fram til ársins 2030 og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 525/2013 og ákvörðun nr. 529/2013/ESB.
2) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/841 frá 30. maí 2018 um bindandi árlega skerðingu á losun gróðurhúsalofttegunda aðildarríkjanna frá 2021–2030 sem stuðlar að loftslagsaðgerðum til að uppfylla skuldbindingar samkvæmt Parísarsamningnum og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 525/2013.
3) Hluti ákvæða reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1999 frá 11. desember 2018 um stjórnun Orkusambandsins og aðgerða í loftslagsmálum, um breytingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 663/2009 og (EB) nr. 715/2009, tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 94/22/EB, 98/70/EB, 2009/31/EB, 2009/73/EB, 2010/31/ESB, 2012/27/ESB og 2013/30/ESB, tilskipunum ráðsins 2009/119/EB og (ESB) 2015/652 og um niðurfellingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 525/2013.
4) Hluti ákvæða reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 525/2013 frá 21. maí 2013 um fyrirkomulag við vöktun og skýrslugjöf að því er varðar losun gróðurhúsalofttegunda og skýrslugjöf að því er varðar aðrar upplýsingar á landsvísu og á vettvangi Sambandsins sem varða loftslagsbreytingar og um niðurfellingu á ákvörðun nr. 280/2004/EB.
5) Hluti ákvæða framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 749/2014 frá 30. júní 2014 um skipulag, snið, framlagningarferli og yfirferð á upplýsingum sem aðildarríkin láta í té samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 525/2013. (Nóvember). - Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 128/2019 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/352 frá 15. febrúar 2017 um að setja ramma um veitingu hafnarþjónustu og um sameiginlegar reglur um gagnsæi í fjármálum fyrir hafnir. (Nóvember). - Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2019 um breytingu á IX viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2366 frá 25. nóvember 2015 um greiðsluþjónustu á innri markaðnum. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2055 frá 23. júní 2017 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2366 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir samstarf og upplýsingaskipti á milli lögbærra yfirvalda að því er varðar neytingu greiðslustofnana á staðfesturétti og frelsi til að veita þjónustu. (Nóvember). - Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 frá 12. desember 2017 um samvinnu milli landsyfirvalda sem bera ábyrgð á að framfylgja lögum um neytendavernd og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 2006/2004. (Nóvember). - Skýrsla utanríkisráðherra um EES-mál.
Árleg skýrsla. (September).