Í framhaldi af EES-samningnum var aldargamalt grunnfyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar, Síminn, klofið í sundur og einkavætt. Síminn hélt símaþjónustunni, Míla hf var stofnuð 2007 um fjarskiptakerfin. Síminn hefur síðan lent í hremmingum, þarf m.a. að borga stjarnfræðilegar upphæðir fyrir að hafa ekki fylgt samkeppnislögum EES/ESB (upprunalega lög nr. 8/1993, þau brutu stjórnarskrá Íslands). Míla hefur byggt upp fjarskiptainnviði Íslands og fengið fjármagn hjá íslensku þjóðinni. En Míla er dótturfyrirtæki Landsíma Íslands hf (a.m.k. að þeirra sögn!) og verður nú seld „hrægammasjóðum“ í EES/ESB. Íslensk stjórnvöld treysta sér ekki til að gera neitt, ESB/EES-lögin stjórna Íslandi.
Meira →