Winston Churchill kom til Fulton, Missouri, 5. mars 1946.
Um sjö mánuðum áður hafði hann verið kosinn úr embætti forsætisráðherra Bretlands sem hann hafði haldið í fimm ólgusöm ár í sögu landsins þegar það tók þátt í að sigra Þýskaland nasismans. Með honum í för til Fulton var Harry Truman, forseti Bandaríkjanna, sem hafði orðið honum úti um heiðursnafnbót við Westminster College þar í bæ. Þeir höfðu þá rætt utanríkisstefnu sinna landa sem svo hafði áhrif á inntakið í þeirri frægu ræðu sem Churchill flutti í Fulton, „járntjaldsræðunni“. Meira