Ótraustar alþjóðastofnanir

Litlar þjóðir eins og Íslendingar eiga mikið undir að alþjóðastofnanir, sem eru opnar öllum þjóðum, vinni í allra þágu af heilindum og þekkingu. Nú er svo komið að margar alþjóðastofnanir eru orðnar spilltar, stunda yfirhylmingar og styðjast við ósönnuð vísindi. Íslendingar flestir þekkja Alþjóða hvalveiðiráðið og Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Nú hefur Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, bæst í hópinn. Meira

Posted in Umhverfismál, Utanríkismál | Comments Off on Ótraustar alþjóðastofnanir

Svar Forsætisráðuneytis við fyrirspurn um úthlutun nýtingarréttar orkuauðlinda

                                                                                   FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ

                                                                                    Stjórnarráðshúsinu

Frjálst land, félagasamtök

                                                                                           Reykjavík 2. apríl 2020

Vísað er til fyrirspurnar yðar frá 26 febrúar sl. þar sem spurt er hvort fjárfestar í ESB muni sitja við sama borð og íslensk fyrirtæki í almannaeigu við úthlutun nýtingarréttar fallvatna og jarðvarma og við fyrirskipaða reglulega endurnýjun nýtingar orkuauðlinda. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Svar Forsætisráðuneytis við fyrirspurn um úthlutun nýtingarréttar orkuauðlinda

EES er að eyðileggja framleiðsluiðnaðinn

Eitt miklivægasta fyrirtæki landsins stefnir í lokun. Ástæðurnar eru of hátt orkuverð og vanefndir á afhendingu fallvatnsokru. Þetta hefur verið fyrirséð allt frá því er EES-samningurinn fór að hafa veruleg áhrif. Stjórnvöld Íslands hafa ekki staðið með iðnaðinum en látið tilskipanir frá ESB spilla starfsaðstöðu, innviðum og fyrirtækjunum sjálfum. Nú er komin gild afsökun fyrir iðnfyrirtækin að loka og gera þúsundir manna atvinnulausa. Það þýðir að Landsvirkjun mun komast í vanda og í framhaldi líklega úr eigu landsmanna. Ónýtt orka verður leidd úr landi gegnum sæstreng. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on EES er að eyðileggja framleiðsluiðnaðinn

Lærdómurinn af covid-19

Faraldurinn hefur sýnt fram á hvers hið sterka heilbrigðiskerfi Íslands er megnugt. Mikilvægi sjálfstæðrar stjórnunar heilbrigðismála og samskipta við önnur lönd hefur komið í ljós. Atvinnugreinarnar hafa sýnt sig að vera misöruggar, ferðaiðnaður hefur hrunið en landbúnaður og iðnaður veita íbúum landsins öryggi þrátt fyrir að hafa verið vanræktir af stjórnvöldum.
Meira

Posted in EES, Utanríkismál | Comments Off on Lærdómurinn af covid-19

Mesta vá mannkyns

Sjúkdómsfaraldrar hafa alltaf verið mesta vá sem steðjar að mannkyninu. Eftir að læknavísindin þróuðust hafa afleiðingarnar minnkað en faraldrar leggja samt milljónir manna í gröfina árlega. Þeir eiga oft upptök sín í þéttbýlum heitum löndum þar sem hreinlæti er ábótavant en lífríki fjölbreytt. Margir faraldrar sem hingað hafa komið hafa átt upptök sín inni í Asíu, sérstaklega Kína, þó suma megi rekja til annarra svæða og langt aftur í tímann. Meira

Posted in Umhverfismál, Utanríkismál | Comments Off on Mesta vá mannkyns

Enn um raforkuverð ÍSAL

Eftir Elías Elíasson

“Við skulum vona að Landsneti auðnist að finna það form á markað sem myndar hæfan ramma um þau viðskiptatækifæri sem möguleg eru á íslenska raforkumarkaðnum.” Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Enn um raforkuverð ÍSAL

Fyrirspurn um úthlutun nýtingarréttar orkuauðlinda

                                                                     Frjálst land

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

Fyrirspurn um úthlutun nýtingarréttar orkuauðlinda                  26.2.2020

Eftirlitsstofnun EES-samningsins, ESA, sendi íslenskum stjórnvöldum „formlega aðvörun“ 12.3.2014 (skjal no 660 969) og þann 7.5.2015 „rökstutt álit“ (Case no 69674) um að íslensk stjórnvöld brytu EES-samninginn við úthlutun nýtingarréttinda fallvatnsorku og jarðvarmaorku. Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Fyrirspurn um úthlutun nýtingarréttar orkuauðlinda

Eyðilegging orkukerfisins tekur toll

Niðurrifsstefna íslenskra stjórnvalda og stjórn ESB á íslenskum málum heldur áfam að taka sinn toll. Alvarlegur samdráttur er í atvinnu, verðmætaskapandi störfum fækkar en fjölgar í opinberri þjónustu. Áhrif ESB í orkukerfinu eru að koma fram með þunga. Iðnaðurinn sem nýtir raforku er að huga að lokun. Fyrirtækin eru ofþyngd af of háu orkuverði og þurfa að eyða stórfé í „losunarheimildir“ sem enginn heilvita stjórnvöld í heiminum leggja á, aðeins ESB enda hrörnar grunniðnaður þar stöðugt.

Meira

Posted in EES, Orka | Comments Off on Eyðilegging orkukerfisins tekur toll

Frjálsir Bretar ryðja braut Íslands

Bretar endurheimta nú sjálfstæðið, 31. janúar, eftir nærri hálfa öld undir yfirvaldi á meginlandinu. Það var líklega ekki ætlunin hjá þeim sem flæktu Bretlandi 1973 í það sem þá var kallað „Evrópubandalagið“ eða „Sameiginlegi markaðurinn“ að afsala sjálfstæði landsins. Meira

Posted in BREXIT, EES | Comments Off on Frjálsir Bretar ryðja braut Íslands

ESB bannar ríkisaðstoð

Hin mikla atvinnuuppbygging á Íslandi á 20 öldinni var oft með aðstoð eða þátttöku ríkisins eðajarfélaga. Útgerð og vinnsla, iðnaður, samgöngur, þjónusta, mörg af atvinnufyrirtækjunum í hinu agnarsmáa hagkerfi Íslands urðu til og uxu úr grasi vegna þáttöku almannasjóða. En ESB fyrirskipar að ríkisaðstoð við fyrirtæki sé ekki heimil nema með sérstöku leyfi erindreka ESB í Brussel. Alþingi á nú að stimpla leyfi til ESA til þess að sekta fyrirtæki og reka mál gegn íslenskum aðilum milliliðalaust vegna ríkisaðstoðarmála. Meira

Posted in EES | Comments Off on ESB bannar ríkisaðstoð