Vera Íslands í EES er hægt en örugglega að ganga af stórum hluta iðnaðarins dauðum. Orkukerfi landsins er orðið dýrt í rekstri og uppbyggingu af völdum regluverks ESB vegna EES. Orkufyrirtækin eru farin að krefja íslensk fyrirtæki um of hátt orkuverð. Ofaná bætist kostnaður fyrirtækjanna við að uppfylla reglugerðir, kvaðir og skatta samkvæmt ESB/EES sem ekki eru lagðar á í helstu samkeppnislöndunum, til dæmis kvöð að kaupa dýrar koltvísýrings-losunarheimildir. Meira