Fundur hjá starfshóp Utanríkisráðuneytisins um úttekt á aðild Íslands að EES 4.12.2018. Viðræðuatriði, ágallar EES fyrir Ísland.

Frjálst land https://www.frjalstland.is/

1-Afsal löggjafar- og reglusetningavalds til ESB. Ályktun byggð á 25 ára reynslu. Ísland hefur hverfandi áhrif á efni gerða sem verða að lögum og reglugerðum

2-Afsal valds stjórnsýslustofnana. Vissar stofnanir ESB hafa fengið vald yfir ísenskum stjórnsýslustofnunum

3-Afsal dómsvalds. Bæði ESA og EFTA-dómstóllinn hafa fengið vald til aðfara hérlendis.

4-Dómsvald ESB-dómstóla innleitt hér í vissum málum. Þegar hefur verið heimilað að dómstólar ESB skeri úr ágreiningi

5-Fjórfrelsið skaðlegt við íslenskar aðstæður. Stjórnlaust flæði fjármagns, fólks, vöru, þjónustu. Eignarhald á landi.

6-Íslensk peningamálastjórn, forsenda efnahagslegs sjálfstæðis, skert. Stórslys í peningamálastjórn afdrifarík, sbr. Hrunið og snjóhengjuna

7-Ólögleg starfsemi, undirboð á vinnumarkaði, mansal, vöxtur glæpa, erlendir flokkar. Brot á vinnulöggjöf og útlendingum á vinnumarkaði, undirboð, glæpagengi.

8-Flæði vöru af alþjóðamarkaði í höftum ESB. ESB-stimpla þarf á íslenskar vörur. Verslunarhöft eru gæða-, merkingar-, leyfis-, skráninga- og úttekta-kröfur

9-ESB eykur stöðugt völd sín um markaðssetningu vöru og þjónustu á Íslandi. Varasöm matvæli. Leyfi þarf fyrir efnum. Verkefnaútboð á EES

10-Aðgangur Íslands að mörkuðum ESB-landa nægilega tryggður án EES. Fríverlsunasamningur við EB, WTO, GATS veita tolllítinn aðgang

11-Regluverk EES um fjármálastofnanir hentar ekki hér. Hefur stuðlað að hruni. Fyrirmæli stjórnvaldsstofnana ESB æðri innlendra

12-ESA og EFTA-dómstóllinn gefa stofnunm hér fyrirmæli. Um samkeppnismál, umhverfismál, dóma íslenskra dómstóla

13-Stjórnvaldsaðgerðum íslenskra stjórnvalda eru skorður settar. Ábyrgðir og stuðningur ríkis, dómar íslenskra dómstóla, utanríkisviðskipti

14-Lög og reglugerðir um umhverfismat og starfsleyfi of flóknar. Of margir aðilar koma að umsögnum, kvörtunum, kærum og úrskurðum

15-ESB fengið Ísland með í mjög kostnaðarsöm og skaðleg stjórnkerfi, „kvótakerfi“. ETS (og væntanlega ESR) um reykútblástur, upprunavottorðaverslun orku

16-Orkukerfið hefur verið skaðað með tilskipunum á EES. Regluverk ESB hannað fyrir fjöldamarkað, hefur valdið óhagræði hérlendis

17-ESB gefur út tilskipanir um utanríkisviðskipi Íslands. Brexit kallar á breytingar. Viðskiptabönn (Rússland). Verslunarhindranir inn á EES frá alþjóðamörkuðum

18-Mjög hár kostnaður af EES-regluverki og eftirliti með starfsemi fyrirtækja. Íslensk eftirlitsstjórnsýsla orðin mjög mannmörg, dýr og hamlandi

19- ESB teygir sig sífellt lengra með stjórnvald yfir íslenskum málum. Vald ESB komið út yfir það sem lagt var upp með

20- Íslenskar stjórnvaldsstofnanir hafa glatað þekkingu og frumkvæði. Starfsmenn fá fyrirmæli að utan sem koma í staðinn fyrir eigið frumkvæði

21-Ísland hefur misst vald yfir eigin málefnum til ESB. Óskir og vilji landsmanna rekast í vaxandi mæli á valdsboð á EES

ATHS: Sjá nánari umfjöllun um öll atriðin á heimasíðu Frjáls lands.