Efnahagsárás á Evrópusambandið

Efnahagsstríð Bandaríkjanna, NATO og ESB gegn Rússlandi hefur nú snúist svo rækilega í höndunum á okkar „bandamönnum“ að það er orðið efnahagsárás á ESB í allra augsýn. Viðskiptabönnin á Rússland, með forgöngu fyrst og fremst Bandaríkjanna, hafa skaðað efnahag Evrópusambandslanda, viðskipti ESB við Rússland eru lífsnauðsynleg iðnaði og lífskjörum ESB. Ofaná viðskiptabönnin hafa skemmdarverk NATO aukið enn á grænu orkukreppu og efnahagsþrengingar ESB. Viðskiptabönnin hafa spillt almennum viðskiptum víða um heim. Vegna valds ESB á Íslandi gegnum EES og áhrifa NATO hefur Ísland verið dregið með í vanhugsaðar aðgerðir.

Allsherjar efnahagsárás var gerð á Rússland snemma árs 2022 í kjölfar íhlutunar rússneska hersins í borgarastyrjöldina í Úkraínu. Efnahagsárásin og hernaðaraðgerðir hafa verið í undirbúningi, samkvæmt hernaðaráætlun Bandaríkjanna og NATO gegn Rússlandi, frá því fyrir valdarán Bandaríkjanna og ESB í Úkraínu 2013-14. Vopnabúr Úkraínu var stærra en Þýskalands og Frakklands samanlagt þegar Rússlandsher skarst í leikinn. Ein umfangsmesta áróðurs- og lygaherferð sem sést hefur á Vesturlöndum var sett í gang vegna „-tilefnislausrar árásar Rússa á Úkraínu -“. Afsökunin er fölsk en notuð til að verja allsherjar efnahagsárás á Rússland og hernaðaraðgerðir gegn Rússlandi með m.a. vopnaflutningum til leppstjórnarinnar í Úkraínu.

Bandaríkin höfðu forustu um efnahagsárásina og settu, með ESB í farteskinu, umfangsmikil viðskiptabönn á Rússland og fóru þvert og endilangt um heiminn til að biðja um stuðning sem mörg lönd höfnuðu að veita. Iðnaðarvöxtur Þýskalands og Frakklands byggist á rússnesku kjarnorkuefni og gasi, viðskiptabönnin eru því að setja iðnað og efnahag stóru ESB-landanna og þar með ESB í uppnám. Auk viðskiptaþvingananna gegn Rússlandi hafa skemmdarverk NATO á gasleiðslu til ESB aukið enn á grænu orkukreppu og iðnaðaröngþveiti ESB. Fjöldi gasflutningaskipa, m.a. frá Bandaríkjunum, hefur legið úti fyrir höfnum Evrópu. Það gas er margfalt dýrara en gasið frá Rússlandi. Árásir á skip á Svartahafi, sem Bretar hafa séð um, hafa spillt vöruflutningum.

Græningjar notaðir. Uppljóstrari hefur lekið skýrslu frá Rand Corporation, einni helstu hugveitu Bandaríkjanna, þar sem fjallað er um hvernig á að veikja Þýskaland en styrkja Bandaríkin. “Forsendan fyrir að Þýskaland falli í gildruna er hin leiðandi staða grænna flokka og grænnar hugmyndafræði í Evrópu. Þýsku græningjarnir eru mjög bábiljuhneigðir, nærri trúaröfgum, sem gerir auðvelt að fá þá til að hunsa hagfræðileg rök. Skortur a fagmennsku hjá þeirra leiðtogum gerir að líklega er ómögulegt að fá þá til að viðurkenna eigin mistök á réttum tíma-“   https://redpill78.substack.com/p/newly-leaked-report-from-rand-corporation?r=fu5rq&s=r  Þýsku græningjarnir styðja innflutningsbann á gas og kjarnakleyf efni í kjarnokuverin þó bönnin séu í raun árás á efnahag þeirra eigin lands.

Flóttamannavandinn. Hernaður Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og Afríku, með stuðningi NATO, hefur hlaðið flóttamannavanda á ESB. Í raun hefur ESB verið innlimað í NATO og hefur því verið dregið með í hernað Bandaríkjanna. Hernaðarþátttaka ESB-landa í Mið-Austurlöndum og víðar er því að hluta vegna máttleysis og undirlægjuháttar ESB gagnvart Bandaríkjunum og af þeim sökum sjálfskaparvíti.

ESB hefur ekki styrk til að standa vörð um hagsmuni sinna aðildarþjóða. Sambandið sem heild skortir sjálfstæðisvilja sem aðeins sérstök þjóðríki hafa, sameiginlegi sjálfstæðisvilji sambandsins sjálfs er margræður og veikur. Sambandið lætur undan Bandaríkjunum í mikilvægum málum sem hefur nú orðið til þess að stöðva lífsnauðsynleg viðskipti ESB-landa við Rússland. Evrópusambandið tekur þátt í viðskiptabönnum þrátt fyrir mikla eigin hagsmuni af viðskiptunum við Rússland. Efnahagur sambandsins hrörnar nú hraðar en áður. Vald ESB yfir Íslandi gegnum EES dregur hagsmunavörslu Íslands niður á plan heimsvaldastefnu og stríðsmenningar Bandaríkjanna og NATO og spillir samskiptum Íslands við heimsbyggðina. https://www.frjalstland.is/2022/08/19/island-tekid-i-strid/#more-2731


English summary: The US is conducting economic warfare against Europe in broad daylight. Sanctions against Russia, which the EU also has been taking part in, have deprived the EU of favorable energy, key raw materials and goods. The sanctions as well as the NATO sabotage of the gas pipe from Russia to Germany have added to the serious green energy crisis in the EU. Attacks in the Black sea, managed by Britain, have increased difficulties of import of goods from Russia and Ukraine. US invasions in the Middle-East, sometimes with support of EU-countries, have caused a refugee crisis in the EU. The EU lacks the strength and independence to act in accordance with member state’s interests and to counter American hegemony. Iceland is a follower of the EU because of the EEA agreement and a member of NATO and is drawn into activities that are in opposition to Iceland’s national interests.

This entry was posted in EES, Utanríkismál. Bookmark the permalink.