Þriðjungur laga og þingsályktana sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi að samþykkja síðustu ár eru frá ESB. Alþingi hafnar aldrei valdboðum ESB vegna EES og á í vetur að samþykkja um 50 mál. Alþingi hefur ekki lengur óskorað löggjafarvald heldur þarf stöðugt að samþykkja ný ESB-lög auk þess að taka mið af ESB-lögum við eigin lagasmíð. ESB setur Íslandi um 500 reglugerðir á ári hverju! Ráðuneytin gefa þær út.
https://www.frjalstland.is/thingmalaskra-153-loggjafarthings-2022-2023-ees-mal/
Persónuverndarlagabreytingar. Lögin eru frá ESB og stjórnunin hjá ESB-stofnun (stjórnarskrárbrot)
Fjármálastarfsemi fær yfir sig vaxandi regluverk og eftirlit ESB-stofnana (stjórnarskrárbrot)
„Sjálfbærar fjárfestingar“. Steja á lög um að setja “sjálfbærar“ fjárfestingar í forgang án þess að vitað sé hvað átt er við
Hafnir landsins. ESB ætlar nú skipta sér í auknum mæli af höfnum landsins.
Hlutafélög. Lagarammi ESB um hlutafélög hefur ekki verið til fyrirmyndar heldur mjög hamlandi.
Bann við leit að olíu. Bann við að Íslendingar leiti að auðlindum í lögsögu landsins, lagasetning sem ekki er í samræmi við hagsmuni landsmanna (talað er um kolvetni en átt er við vetniskolefni)
Geymsla koltvíildis í jörðu. Hættulegt almenningi og dýrkeyptur sýndarleikur.
Vindorka, frumvarp um vindmyllur, óhagkvæm og umherfisspillandi mannvirki.
Orkustofnun: Sjálfstætt raforkueftirlit. Lögfesting á stjórn ESB á Raforkueftirliti Orkustofnunar (stjórnarskrárbrot).
Orkuskipti eru efni eins frumvarpsins, hættuleg og dýr ákvæði um notkun óhagkvæmrar og umhverfisspillandi orku
Tæknilegar reglugerðir. Verslunarhöft. „Tæknilegar“ reglugerðir um kröfur á vörur, yfirskinið er samræming og gæði en tilgangurinn að útiloka vörur utan ESB frá markaðnum.
Alþingi hefur engin áhrif á innihald ESB-laga eða „gerða“ og hefur aldrei hafnað þeim. Samþykki Alþingis er formsatriði. Evrópusambandið hefur þannig löggjafarvald og framkvæmdavald á Íslandi sem er æðra valdi Alþingis samkvæmt skilningi sambandsins á EES-samningnum. https://www.frjalstland.is/2020/10/15/esb-log-aedri-islenskum-logum/
Þegar Alþingi setur Evrópusambandslög kallast það „innleiðing“, „þingsályktanir“ eru samþykktir á öðrum tilskipunum og reglugerðum ESB. Í hverju EES-máli geta verið margar tilskipanir og reglugerðir.
Reglugerðaflóðið frá ESB er samkvæmt leitarvél island.is í reglugerðasafninu nálægt hálfu þúsundi árlega, á árinu 2021 voru settar 474 EES-reglugerðir og EES-reglugerðabreytingar. https://island.is/reglugerdir?q=ees+regluger%C3%B0ir&year=2021&iA=true
Sameiginlega EES-nefndin svokallaða „tekur gerðirnar upp í EES-samninginn“ eins og það er orðað en í framkvæmd stjórnar ESB einhliða hvaða tilskipanir ganga í gildi á EES-svæðinu. Þegar sameiginlega EES-nefndin hefur stimplað gerðirnar eru þær í framkvæmd orðnar að íslensku regluverki þó sú nefnd sé ekki lýðræðislegt löggjafar- eða framkvæmdavald hér.
Lög og reglugerðir Íslands innihalda nú þegar mikið af ESB-regluverki og oft erfitt að greina hvaða ný lög og reglur eru afleiðingar EES eða eftirhermur ESB-regluverks. Á vissum sviðum eru ESB-lög allsráðandi, „umhverfismál“ og orkumál falla í vaxandi mæli undir stjórnkerfi ESB vegna EES. Fjármálakerfið er að drukkna í regluverki og beinu eftirliti ESB.
„Loftslagsmál“ eru sögð ástæða sífjölgandi stjórnvaldsaðgerða ESB og fyrirskipa höft á notkun eldsneytis og „orkuskipti“, óraunsæjar aðgerðir sem eru þegar farnar að rífa niður efnahag ESB. Kostnaður hérlendis af þeirra völdum er þegar orðinn mjög hár, þær bitna óréttlátlega á Íslandi sem notar ekki eldsneyti til að framleiða raforku eins og ESB-lönd.