Í þingmálaskránni eru um 165 mál, þar af næri þriðjungur (um 50) sem eru ný valdboð frá ESB vegna EES. Þar eð íslenskt lagasafn hefur fengið urmul af ESB/EES-lögum eru mörg mál afleiðing af fyrri EES-löggjöf ESB, slík mál eru ekki talin með í eftirfarandi lista. Einnig geta verið margar tilskipanir í hverju máli.
Dómsmálaráðherra
- Frumvarp til laga um breytingu á vopnalögum, nr. 16/1998 (öflun og varsla skotvopna).
Frumvarpinu er ætlað að breyta reglum um innflutning á skotvopnum með það að markmiði að herða reglur um skotvopn og veitingu undanþága frá banni við innflutningi sjálfvirkra og hálfsjálfvirkra skotvopna. Jafnframt er ætlunin að breyta lögunum vegna innleiðingar tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/555 frá 21. mars 2021 um eftirlit með öflun og eign vopna. Innleiðing. Nóvember.
Félags- og vinnumarkaðsráðherra
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002 (sérfræðingar utan EES).
Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem ætlað er að koma til móts við áherslur í sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs þess efnis að auka svigrúm og skilvirkni í ráðningu erlendra sérfræðinga og auðvelda íslenskum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum að ráða fólk með sérþekkingu frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Nóvember.
Fjármála- og efnahagsráðherra
- Frumvarp til laga um greiðslureikninga (PAD).
Frumvarpið felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2014/92/ESB frá 23. júlí 2014 um samanburð gjalda er varða greiðslureikninga, skipti á greiðslureikningum og aðgengi að greiðslureikningum. Innleiðing. Endurflutt. September. - Frumvarp til laga um evrópska langtímafjárfestingarsjóði (ELTIF).
Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/760 frá 29. apríl 2015 um evrópska langtímafjárfestingarsjóði. Innleiðing. Endurflutt. September. - Frumvarp til laga um peningamarkaðssjóði.
Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1131 frá 14. júní 2017 um peningamarkaðssjóði. Innleiðing. Endurflutt. September. - Frumvarp til laga um gagnsæi í fjármögnunarviðskiptum (SFTR).
Með frumvarpinu er lagt til að reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365 frá 25. nóvember 2015 um gagnsæi í fjármögnunarviðskiptum með verðbréf og um endurnotkun og breytingu á reglugerð (ESB) 648/2012, verði innleidd. Frumvarpið felur meðal annars í sér að tilteknar upplýsingar um fjármögnunarviðskipti með verðbréf verða skráðar í viðskiptaskrá til að auka gagnsæi viðskiptanna. Innleiðing. Endurflutt. Október. - Frumvarp til laga um flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar.
Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2088 um upplýsingar tengdar sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (e. Sustainable Finance Disclosure Regulation) og 2020/852 um að koma á ramma til að greiða fyrir sjálfbærri fjárfestingu og um breytingu á reglugerð (ESB) 2019/2088 (e. Sustainable Finance Taxonomy Regulation). Með frumvarpinu er einnig lagt til að framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1253 frá 21. apríl 2021, um breytingu á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/565 að því er varðar þætti, áhættu og valkosti sem tengjast sjálfbærni og skulu gerðir hluti af tilteknum skipulagskröfum og rekstrarskilyrðum verðbréfafyrirtækja, verði veitt lagagildi með breytingu á lögum um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021. Innleiðing. Endurflutt. Október. - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki og lögum um vátryggingastarfsemi (búsetuskilyrði stjórnenda).
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur gert athugasemdir við búsetuskilyrði í lögum um fjármálafyrirtæki og lögum um vátryggingastarfsemi. ESA telur ákvæði laganna um búsetuskilyrði brjóta í bága við 28. og 31. gr. EES-samningsins um staðfesturétt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á búsetuskilyrðum stjórnarmanna og framkvæmdastjóra í fjármálafyrirtækjum og vátryggingafélögum. Breytingarnar fela það í sér að ríkisborgarar EES- og EFTA-ríkja og Færeyingar verða undanskildir búsetuskilyrðum í lögunum. Október - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sértryggð skuldabréf og lögum um fjármálafyrirtæki (sértryggð skuldabréf og markaðsáhætta).
Frumvarpinu er ætlað að innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2162 frá 27. nóvember 2019 um útgáfu sértryggðra skuldabréfa og opinbert eftirlit með sértryggðum skuldabréfum og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2160 frá 27. nóvember 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar skuldbindingar í formi sértryggðra skuldabréfa. Ákvæðum gerðanna svipar til þess lagaramma sem þegar gildir um sértryggð skuldabréf hér á landi. Frumvarpið felur í sér nokkur nýmæli, þar á meðal um lausafjárkröfur og heimild til að markaðssetja skuldabréf sem evrópsk sértryggð skuldabréf. Þá er gert ráð fyrir því að innleiða með frumvarpinu framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/424 frá 17. desember 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar óhefðbundna staðalaðferð fyrir markaðsáhættu. Innleiðing. Nóvember. - Frumvarp til laga um starfstengda eftirlaunasjóði (IORP).
Frumvarpið felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/2341 frá 14. desember 2016 um starfsemi og eftirlit með stofnunum sem sjá um starfstengdan lífeyri. Með frumvarpinu er lagt til að felld verði úr gildi lög um starfstengda eftirlaunasjóði, nr. 78/2007, sem sett voru til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2003/41 frá 3. júní 2003 um sama efni og ný lög sett í þeirra stað. Innleiðing. Janúar. - Frumvarp til laga um sölu sjóða um sameiginlega fjárfestingu yfir landamæri.
Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 frá 20. júní 2019 um að greiða fyrir flutningi sjóða um sameiginlega fjárfestingu yfir landamæri og breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 345/2013, (ESB) nr. 346/2013 og (ESB) nr. 1286/2014 og innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1160 frá 20. júní 2019 um breytingu á tilskipunum 2009/65/EB og 2011/61/ESB með tilliti til flutnings sjóða um sameiginlega fjárfestingu yfir landamæri. Einnig verða lagðar til breytingar á lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020, til innleiðingar á ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og um breytingu á tilskipunum 2003/31/EB og 2009/65/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 1095/2011, sem kveða á um heimildir rekstraraðila með staðfestu í þriðja ríki til markaðssetningar á sérhæfðum sjóðum innan EES og einnig sérreglur varðandi markaðssetningu sjóða með staðfestu utan EES. Innleiðing. Janúar. - Frumvarp til laga um verðbréfun (STS).
Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2402 frá 12. desember 2017 um almennan ramma fyrir verðbréfun og gerð sértæks ramma fyrir einfalda, gagnsæja og staðlaða verðbréfun, og um breytingu á tilskipunum 2009/65/EB, 2009/138/EB og 2011/61/ESB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 648/2012. Innleiðing. Febrúar. - Frumvarp til laga um samevrópska séreignarafurð (PEPP).
Frumvarpið felur í sér innleiðingu á ákvæðum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 1238/2019 frá 20. júní 2019 um samevrópska einstaklingsbundna lífeyrisvöru (e. Pan-European Personal Pension Product, PEPP) í íslenskan rétt. Um er að ræða nýja valfrjálsa tegund séreignarafurðar sem neytendum innan EES mun standa til boða og er ætlað að auka val neytenda við sparnað til starfsloka. Höfuðstólinn verður mögulegt að flytja á milli EES-ríkjanna. Afurðinni er ekki ætlað að koma í stað þeirra lífeyriskerfa sem fyrir eru. Með frumvarpinu eru jafnframt lagðar til afleiddar breytingar á öðrum lögum svo sem lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, hvað valfrjálsan lífeyrissparnað varðar og fjárfestingarleiðir vegna hans. Innleiðing. Mars. - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, nr. 15/2018 (afleiðuviðskipti, miðlægir mótaðilar o.fl.).
Með frumvarpinu er lagt til að reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2099 frá 23. október 2019 um breytingar á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár (EMIR 2.2) verði veitt lagagildi hér á landi með breytingu á lögum nr. 15/2018 um sama efni. Frumvarpið felur í sér breytingar á eftirliti með miðlægum mótaðilum en engir slíkir eru starfandi hérlendis. Innleiðing. Mars. - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020 (BRRD II).
Frumvarpið felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/879 frá 20. maí 2019 um breytingu á tilskipun (ESB) 2014/59/ESB að því er varðar tapþol og endurfjármögnunargetu lánastofnana og verðbréfafyrirtækja og tilskipun (EB) 98/26/EB. Frumvarpið kveður á um heildarendurskoðun á lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja en veigamestu breytingarnar varða IV. kafla laganna sem fjallar um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar. Innleiðing. Mars.
Heilbrigðisráðherra
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir, nr. 6/2002 (innihaldsefni, rekjanleiki, umbúðir tóbaksvara o.fl.).
Með frumvarpinu er lagt til að gerð verði breyting á lögunum til að innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/40/ESB um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnvaldsfyrirmælum aðildarríkjanna varðandi framleiðslu, kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum og um niðurfellingu á tilskipun 2001/37/EB. Með frumvarpinu er m.a. lagt til að innleiddar verði reglur tilskipunarinnar um umbúðir tóbaksvara, rekjanleika og skráningu þeirra og tilkynningar um nýjar vörur. Jafnframt verður lagt til að innleiddar verði reglur um jurtavörur til reykinga og takmarkanir á einkennandi bragði og tilteknum aukaefnum í tóbaksvörum. Innleiðing. Október.
Innviðaráðherra
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum um póstþjónustu, nr. 98/2019 (úrbætur á póstmarkaði).
Með frumvarpinu er í fyrsta lagi áformað að setja lagastoð fyrir innleiðingu framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1263 frá 20. september 2018 um eyðublöð fyrir framlagningu upplýsinga frá veitendum bögglaútburðarþjónustu samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/644. Í öðru lagi er áformað að breyta 1. málsl. 5. mgr. 27. gr. laga um póstþjónustu, nr. 98/2019, í því skyni að greiða fyrir aukinni notkun bréfakassasamstæða. Þá er í þriðja lagi áformað að lagfæra mistök sem urðu við frumvarpsgerð þegar málaflokkurinn var fluttur til Byggðastofnunar en þá láðist að afmá orðið „Póst- og fjarskiptastofnun“ út úr lögunum að fullu. Innleiðing. September. - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2018 (EES-reglur).
Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á gildissviði laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017, svo tryggja megi lagastoð til innleiðingar EES-gerðar er varðar flutninga á vegum. Gerðin sem um ræðir er reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/1055 frá 15. júlí 2020 um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1071/2009, (EB) nr. 1072/2009 og (ESB) nr. 1024/2012 að því er varðar að aðlaga þær að þróun sem orðið hefur á sviði flutninga á vegum. Einnig er stefnt að því að gera breytingar á tilteknum ákvæðum laganna er varða leyfisveitingar til einföldunar. Innleiðing. September. - Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum, nr. 77/2019 (EES-reglur, ökutæki o.fl.).
Frumvarpinu er ætlað að tryggja lagastoð til innleiðingar tiltekinna EES-gerða sem varða markaðseftirlit og öryggi ökutækja og jafnframt greiða fyrir fullgildingu Íslands á tveimur alþjóðlegum samningum um gerð og búnað ökutækja, gagnkvæma viðurkenningu o.fl. Innleiðing. Október. - Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003 (EES-reglur).
Frumvarpið er liður í að innleiða reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/352 frá 15. febrúar 2017 um að setja ramma um veitingu hafnarþjónustu og reglur um gagnsæi í fjármálum fyrir hafnir. Frumvarpið er að hluta til efnislega samhljóða frumvarpi sem ráðherra mælti fyrir á 151. löggjafarþingi en náði ekki fram að ganga. Innleiðing. Endurflutt. Október
Menningar- og viðskiptaráðherra
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um ársreikninga (hluthafafundir o.fl.).
Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um hlutafélög sem varða skráð félög og lúta að deili á hluthöfum, hlutverki milliliða í sendingu upplýsinga frá félagi til hluthafa o.fl. Innleiðing á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/828 frá 17. maí 2017 um breytingu á tilskipun 2007/36/EB að því er varðar hvatningu til þátttöku hluthafa til lengri tíma. Innleiðing. Endurflutt. September - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995. (innleiðing EES-gerðar).
Með frumvarpinu er mælt fyrir um innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/828 frá 17. maí 2017 um breytingu á tilskipun 2007/36/EB að því er varðar hvatningu til þátttöku hluthafa til lengri tíma (SRD II). Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um hlutafélög sem varða að mestu félög þar sem hlutir hafa verið teknir til viðskipta á skipulegum markaði og lúta að deili á hluthöfum slíkra félaga, upplýsingagjöf o.fl. Innleiðing. Nóvember. - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fyrirtækjaskrá, nr. 17/2003 (innleiðing reglugerðar).
Með frumvarpinu er mælt fyrir um innleiðingu á ákvæðum tilskipana og reglugerða (ESB) um samtengingakerfi skráa EES-ríkjanna samkvæmt 22. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1132 frá 14. júní 2017 um tiltekna þætti félagaréttar og samkvæmt 30. og 31. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849 frá 20. maí 2015 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverka, um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins ESB nr. 648/2012, og um niðurfellingu á tilskipun Evrópuþingsins 2005/60/EB og tilskipun ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar 2006/70/EB. Annars vegar er um að ræða upplýsingar í fyrirtækjaskrám EES-ríkjanna (BRIS – Business Registers Interconnection System) og hins vegar er um að ræða upplýsingar í skrám um raunverulega eigendur í EES-ríkjunum (BORIS – Beneficial Ownership Registers Interconnection System). Innleiðing. Nóvember. - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um endurskoðendur og lögum um ársreikninga (upplýsingar um hluthafa, siðareglur endurskoðenda, endurskoðunarnefndir, innleiðing, o.fl.).
Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar í samræmi við ábendingar og athugasemdir haghafa og innleiðing á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/56/ESB um breytingu á tilskipun 2006/43/EB um lögboðna endurskoðun ársreikninga og samstæðureikningsskila. Innleiðing. Nóvember. - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011 (hljóð- og myndmiðlunarþjónusta).
Frumvarpið felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1808 frá 14. nóvember 2018 um breytingu á tilskipun 2010/13/ESB um samræmingu tiltekinna ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum í aðildarríkjunum um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu. Innleiðing. Janúar. - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (innleiðing).
Frumvarpið felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2121 frá 27. nóvember 2019 um breytingu á tilskipun (ESB) 2017/1132 að því er varðar breytingar, samruna og skiptingu í kjölfar flutninga yfir landamæri. Innleiðing. Mars. - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (innleiðing EES gerðar).
Frumvarpið felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2019/1151 frá 20. júní 2019 um breytingu á tilskipun (ESB) 2017/1132 að því er varðar notkun stafrænna tækja og ferla í félagarétti. Innleiðing. Mars. - Frumvarp til markaðssetningarlaga.
Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á ákvæðum laga um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda, nr. 141/2001, laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, laga um Neytendastofu, nr. 62/2005, og laga um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd, nr. 20/2020. Markmið endurskoðunarinnar er að tryggja góða neytendavernd, tryggja bætt samræmi við EES-rétt, auka skýrleika og létta reglubyrði. Frumvarpið felur einnig í sér innleiðingu á hluta tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2161 frá 27. nóvember 2019 um breytingu á tilskipun ráðsins 93/13/EBE og tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/6/EB, 2005/29/EB og 2011/83/ESB að því er varðar betri framfylgd og nútímavæðingu reglna Sambandsins um neytendavernd (tilskipun um nútímavæðingu). Innleiðing. Mars. - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um neytendakaup, nr. 48/2003, o.fl. (innleiðing).
Frumvarpið felur í sér breytingar á lögum um neytendakaup, nr. 48/2003, með síðari breytingum vegna innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/770 frá 20. maí 2019 um tiltekna þætti varðandi samninga um afhendingu á stafrænu efni og stafrænni þjónustu og vegna innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/771 frá 20. maí 2019 um tiltekna þætti varðandi samninga um sölu á vörum, um breytingu á reglugerð (ESB) 2017/2394 og tilskipun 2009/22/EB og um niðurfellingu tilskipunar 1999/44/EB. Þá felur frumvarpið auk þess í sér innleiðingu á hluta tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2161 frá 27. nóvember 2019 um breytingu á tilskipun ráðsins 93/13/EBE og tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/6/EB, 2005/29/EB og 2011/83/ESB að því er varðar betri framfylgd og nútímavæðingu reglna Sambandsins um neytendavernd. Innleiðing. Mars.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (EES-innleiðing, undanþága frá starfsleyfi).
Með frumvarpinu er lagt til að skilyrði fyrir veitingu undanþágu frá starfsleyfi á grundvelli laganna verði útfærð nánar með hliðsjón af athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA vegna innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2011/92/ESB frá 13. desember 2011 um mat á áhrifum sem tilteknar framkvæmdir á vegum hins opinbera eða einkaaðila kunna að hafa á umhverfið. Endurflutt. September. - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (geymsla koldíoxíðs).
Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á VI. kafla A laganna sem fjallar um geymslu koldíoxíðs í jörðu sem eru nauðsynlegar til að samræma orðalag laganna við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2009/31/EB frá 23. apríl 2009 um geymslu koltvísýrings í jörðu og um breytingu á tilskipun ráðsins 85/337/EBE, tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2000/60/EB, 2001/80/EB, 2004/35/EB, 2006/12/EB, 2008/1/EB og reglugerð (EB) nr. 1013/2006 og til að tryggja fullnægjandi innleiðingu tilskipunarinnar. Innleiðing. Október. - Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (sjálfstæði raforkueftirlits).
Með frumvarpinu er lagt til að útfæra nánar ákvæði raforkulaga og laga um Orkustofnun í ljósi athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA og krafna tilskipunar 2009/72/EB frá 13. júlí 2009 um sameiginlegar reglur um innri markaðinn fyrir raforku og um niðurfellingu tilskipunar 2003/54/EB gagnvart sjálfstæðu raforkueftirliti. Mars. - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012 (breyting á stjórnsýslu loftslagsmála o.fl.).
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs kemur fram að stjórnsýsla loftslagsmála verði styrkt og hlutverk Loftslagsráðs tekið til endurskoðunar með aukinni áherslu á ráðgefandi hlutverk og vísindastarf auk aðhalds- og eftirlitshlutverks gagnvart stjórnvöldum. Frumvarpið felur í sér endurskoðun á hlutverki Umhverfisstofnunar hvað snertir loftslagsstefnu ríkis og sveitarfélaga. Mars. - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004 (EES-innleiðing, móttaka úrgangs í höfnum).
Með frumvarpinu er lagt til að innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/883 frá 17. apríl 2019 um móttöku úrgangs frá skipum, sem breytir tilskipun (ESB) 2010/65 og fellir úr gildi tilskipun (ESB) 2000/59. Tilskipunin kemur í stað eldri tilskipunar um sama efni sem hefur verið innleidd hér á landi. Gera þarf nokkrar breytingar á lögunum vegna innleiðingar á tilskipuninni. Innleiðing. Mars. - Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um orkuskipti.
Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um orkuskipti var samþykkt á Alþingi í maí 2017 og miðar hún að því að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis og aukin hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa sem hafi í för með sér orkusparnað, aukið orkuöryggi, minni staðbundna mengun og losun gróðurhúsalofttegunda o.fl. Leiðarljósin eru tiltekin markmið um orkuskipti, hagrænar forsendur fyrir orkuskiptum og orkusparnaði, uppbygging innviða, orkusparnaður, samstarf og rannsóknir, þróun og nýsköpun og alþjóðasamstarf. Í tillögu að endurskoðaðri aðgerðaáætlun um orkuskipti verður byggt á greiningu á stöðu orkuskipta og tekið mið af loftslags- og orkumarkmiðum Íslands og sviðsmyndum þeim tengdum. Mars.
Utanríkisráðherra
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða, nr. 93/2008 (frysting fjármuna, skráning á lista yfir þvingunaraðgerðir o.fl.).
Með frumvarpinu eru gerðar breytingar á lögum um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða, nr. 93/2008, til að samræma framkvæmd þeirra ákvæðum nýrra laga um frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna, nr. 64/2019. Samhliða eru ákvæði laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða endurskoðuð í ljósi þeirrar reynslu sem komin er á þau, m.a. hvað varðar gildissvið þeirra með tilliti til breytinga á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018. Febrúar. - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu, nr. 58/2010 (sérfræðimat, gjaldtaka, reglugerðarheimild o.fl.).
Með frumvarpinu er lagt til að við lögin verði bætt ákvæðum þannig að lögbæru stjórnvaldi verði í ákveðnum tilfellum heimilt að leita eftir sérfræðimati á þjónustu eða hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu þegar sótt er um útflutningsleyfi og gjaldtökuheimild vegna slíks mats. Jafnframt er lagt til að bætt verði inn reglugerðarheimild þannig að unnt verði að setja reglugerð um framkvæmd laganna með hliðsjón af framkvæmd þeirra undanfarin ár. Samhliða eru lögin endurskoðuð með hliðsjón af nýrri reglugerð Evrópusambandsins semkemur á fót stjórnkerfi Evrópusambandsins um eftirlit með útflutningi, miðlun, tæknilegri aðstoð og flutningi hluta sem hafa tvíþætt notagildi. Febrúar. - Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 151/2022 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og bókun 37 (sem inniheldur skrána sem kveðið er á um í 101. gr.) við EES-samninginn, ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 138/2022 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn og ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar sem ekki hefur enn verið tekin.
1) Ákvörðun nr. 151/2022: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2088 frá 27. nóvember 2019 um upplýsingar tengdar sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/852 frá 18. júní 2020 um að koma á fót ramma til að greiða fyrir sjálfbærri fjárfestingu og um breytingu á reglugerð (ESB) 2019/2088. 2) Ákvörðun nr. 138/2022: Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1255 frá 21. apríl 2021 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) nr. 231/2013 að því er varðar áhættu tengda sjálfbærni og sjálfbærniþátta sem rekstraraðilar sérhæfðra sjóða eiga að taka tillit til; framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1256 frá 21. apríl 2021 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2015/35 að því er varðar samþættingu áhættu tengda sjálfbærni í stjórnkerfum vátrygginga- og endurtryggingafélaga; framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1257 frá 21. apríl 2021 um breytingar á framseldum reglugerðum (ESB) 2017/2358 og (ESB) 2017/2359 að því er varðar samþættingu sjálfbærniþátta, sjálfbærniáhættu og óska um sjálfbærni við kröfur um afurðaeftirlit og -stýringu fyrir vátryggingafélög og dreifingaraðila vátrygginga og við reglur um viðskiptahætti og fjárfestingarráðgjöf fyrir vátryggingatengdar fjárfestingarafurðir og framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1270 frá 21. apríl 2021 um breytingu á tilskipun 2010/43/ESB að því er varðar áhættu tengda sjálfbærni og sjálfbærniþætti sem taka á tillit til í tengslum við verðbréfasjóði (UCITS). Október. - Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 53/2021, nr. 54/2021, nr. 385/2021 og nr. 146/2022 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
Ákvörðun nr. 53/2021: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1160 frá 20. júní 2019 um breytingu á tilskipunum 2009/65/EB og 2011/61/ESB með tilliti til flutnings sjóða um sameiginlega fjárfestingu yfir landamæri og Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 frá 20. júní 2019 um að um að greiða fyrir flutningi sjóða um sameiginlega fjárfestingu yfir landamæri og um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 345/2013, (ESB) nr. 346/2013 og (ESB) nr. 1286/2014. 2) Ákvörðun nr. 54/ 2021: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/2341 frá 14. desember 2016 um starfsemi og eftirlit með stofnunum sem sjá um starfstengdan lífeyri (endurútgefin). 3) Ákvörðun nr. 385/2021: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365 frá 25. nóvember 2015 um gagnsæi í fjármögnunarviðskiptum með verðbréf og um endurnotkun og breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 og framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/463 frá 30. janúar 2019 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365 að því er varðar skrána yfir aðila sem njóta undanþágu. 4) Ákvörðun nr. 146/2022: Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/27 frá 27. september 2021 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 að því er varðar breytingar á viðkomandi viðmiðunarmörkum fyrir tilkynninguna um mikilvægar hreinar skortstöður í hlutabréfum. Október. - Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 396/2021 og nr. 398/2021 um breytingar á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, nr. 49/2022 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, nr. 77/2022, nr. 78/2022 og nr. 155/2022 um breytingar á X. viðauka (Almenn þjónusta) og XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn.
1) Ákvörðun nr. 396/2021: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/956 frá 28. júní 2018 um vöktun og skýrslugjöf vegna koltvísýringslosunar og eldsneytisnotkunar nýrra þungra ökutækja og framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/888 frá 13. mars 2019 um breytingu á I. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/956 að því er varðar gögn um ný þung ökutæki sem aðildarríki og framleiðendur eiga að vakta og gefa skýrslu um. 2) Ákvörðun nr. 398/2021 Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1242 frá 20. júní 2019 um að setja staðla um frammistöðu vegna losunar koltvísýrings fyrir ný, þung ökutæki og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 595/2009 og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/956 og tilskipun ráðsins 96/53/EB. 3) Ákvörðun nr. 49/2022: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/858 frá 30. maí 2018 um viðurkenningu á og markaðseftirlit með vélknúnum ökutækjum og eftirvögnum þeirra og á kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru í slík ökutæki, um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 715/2007 og (EB) nr. 595/2009 og niðurfellingu tilskipunar 2007/46/EB. 4) Ákvörðun nr. 77/2022: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/1055 frá 15. júlí 2020 um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 1071/2009, (EB) nr. 1072/2009 og (ESB) nr. 1024/2012 að því er varðar að aðlaga þær að þróun sem orðið hefur á sviði flutninga á vegum. 5) Ákvörðun nr. 78/2022: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/1054 frá 15. júlí 2020 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 561/2006 að því er varðar lágmarkskröfur um daglegan og vikulegan hámarksaksturstíma, lágmarksvinnuhlé og daglegan og vikulegan hvíldartíma og reglugerð (ESB) nr. 165/2014 að því er varðar staðarákvörðun með aðstoð ökurita. 6) Ákvörðun nr. 155/2022: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/645 frá 18. apríl 2018 um breytingu á tilskipun 2003/59/EB um grunnþjálfun og reglubundna þjálfun ökumanna tiltekinna ökutækja til vöru- eða farþegaflutninga og á tilskipun ráðsins 2006/126/EB um ökuskírteini. Október. - Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 6/2022 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn.
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2014/40/ESB frá 3. apríl 2014 um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi framleiðslu, kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum og um niðurfellingu á tilskipun 2001/37/EB og framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/109/ESB frá 10. október 2014 um breytingu á II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/40/ESB með því að taka saman safn af myndaviðvörunum til að nota á tóbaksvörur. Október. - Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/2021 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn.
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/2102 frá 26. október 2016 um aðgengileika vefsetra opinberra aðila og smáforrita þeirra fyrir snjalltæki. Febrúar. - Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 69/2021 og nr. 70/2021 um breytingar á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn.
1) Ákvörðun nr. 69/2021: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2161 frá 27. nóvember 2019 um breytingu á tilskipun ráðsins 93/13/EBE og tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/6/EB, 2005/29/EB og 2011/83/ESB að því er varðar betri framfylgd og nútímavæðingu reglna Sambandsins um neytendavernd. 2) Ákvörðun nr. 70/2021: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/770 frá 20. maí 2019 um tiltekna þætti varðandi samninga um afhendingu á stafrænu efni og stafrænni þjónustu og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/771 frá 20. maí 2019 um tiltekna þætti varðandi samninga um sölu á vörum, um breytingu á reglugerð (ESB) 2017/2394 og tilskipun 2009/22/EB og um niðurfellingu tilskipunar 1999/44/EB. Febrúar. - Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 145/2022 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/879 frá 20. maí 2019 um breytingu á tilskipun 2014/59/ESB að því er varðar getu lánastofnana og verðbréfafyrirtækja til að bera tap og til endurfjármögnunar og tilskipun 98/26/EB. Febrúar. - Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2022 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn.
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1024 frá 20. júní 2019 um opin gögn og endurnotkun upplýsinga frá hinu opinbera. Febrúar. - Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 191/2022 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn.
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/883 frá 17. apríl 2019 um móttökuaðstöðu í höfnum til afhendingar úrgangs frá skipum, um breytingu á tilskipun 2010/65/ESB og um niðurfellingu tilskipunar 2000/59/EB. Febrúar. - Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar sem ekki hefur enn verið tekin.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2402 frá 12. desember 2017 um almennan ramma fyrir verðbréfun og gerð sértæks ramma fyrir einfalda, gagnsæja og staðlaða verðbréfun, og um breytingu á tilskipunum 2009/65/EB, 2009/138/EB og 2011/61/ESB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 648/2012 og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/557 frá 31. mars 2021 um breytingar á reglugerð (ESB) 2017/2402 um almennan ramma fyrir verðbréfun og gerð sértæks ramma fyrir einfalda, gagnsæja og staðlaða verðbréfun til að stuðla að endurbótum í kjölfar COVID-19 hættuástandsins. Febrúar. .