Sérfræðingar vestanhafs spáðu fyrir um að útþensla NATO til Austur-Evrópu væri örlagarík mistök sem mundi skaða óbætanlega tilraunir til að gera Rússa að samstarfsaðilum en ekki óvinum. Spárnar hafa nú ræst. Rússar gripu til þess örþrifaráðs að hefja hernaðaríhlutun í Úkraínu 24. febrúar. Þá höfðu staðið yfir áralangar umleitanir af þeirra hálfu um að stöðva stækkun ESB og NATO til austurs sem Rússar líta á sem ógnun við öryggi landsins.
Hlutleysi Úkraínu hefur lengi verið ósk Rússa, þeir hafa reynt lengi að fá Úkraínu til að halda sig utan ESB og NATO en hervæðing NATO og afskipti ESB hafa flust sífellt nær landamærum Rússlands. Bæði núverandi Úkraínustjórn, NATO og ESB hafa hunsað allar umleitanir Rússa sem sáu ekki aðra leið til að tryggja sitt öryggi, og vernda rússneska borgara í Austur-Úkraínu sem hafa staðið í bardögum við Úkraínustjórn, en að þvinga fram lausn með hervaldi.
Eftir fall Ráðstjónarríkjanna lýsti Úkraín sig hlutlausa en stofnaði til samstarfs við Rússa og auk þess takmarkaðs samstarfs við NATO 1994. Til stóð að Úkraína gengi í ESB en stjórn Viktors Yanukovych hætti viðræðum um aðild að ESB 2013 og neitaði að ganga í sambandið. Það varð til þess að undirróðursöfl, að miklu leyti fjármögnuð af aðilum í ESB og NATO, gátu komið af stað óeirðum sem enduðu með að lögleg stjórn Úkraínu var flæmd frá völdum 2014.
Undirróðursstarfsemin. Donald Trump komst strax 2017 að hve Úkraínustjórn var spillt þegar hann átti að samþykkja frekari fjáraustur til Úkraínu, en hann var ásakaður um tilraun til að láta Úkraínumenn „njósna“ um Biden-feðga sem höfðu stundað „fjármálagerninga“ í Úkraínu. Bandaríkjastjórn Obama/Biden „fjárfesti“ 5 milljarða dollara í undirróðri í Úrkaínu. Óeirðaseggir fengu borgun fyrir skemmdarverk og að stofna til uppþota gegn löglega kjörinni stjórn landsins. https://www.politifact.com/factchecks/2014/mar/19/facebook-posts/united-states-spent-5-billion-ukraine-anti-governm/, Aðilar í ESB-löndum https://www.kas.de/en/web/ukraine/about-us studdu upplauasnaröflin undir fögru formerki um „stjórnmálaleg og efnahagsleg umskipti“ sem í „nýfrjálsum“ ESB löndum Austur-Evrópu hefur m.a. þýtt rupl auðmanna, landflótta ungs fólks og efnahagslega og menningarlega hrörnun á mörgum sviðum. Leppstjórn ESB og NATO tók svo við völdum í Úkraínu 2014.
Krím var hluti af Sovíetlýðveldinu Úkraínu 1991 en fékk stöðu Sovétsks Sósíalistisks sjálfstjórnarlýðveldis sama ár. Krím lýsti svo yfir sjálfstæði 1992 sem staðfesta átti í þjóðaratkvæði. Úkraínustjórn ógilti sjálfstæðisyfirlýsinguna. En forseti og þing Krím skrifuðu nýja stjórnarskrá 1994 sem þing Úkraínu ógilti líka, í mars 1995, og afnam forsetaembætti Krím. Úkraína innlimaði þar með Krím, forseti Úkraínu tók við völdum á Krím. https://www.refworld.org/docid/469f38ec2.html
Afskipti ESB. Það er ESB sem ákveður refsiaðgerðir Íslands gegn Rússlandi. Nýjasti ESB/EES-tilskipanabunkinn sem okkar ráðherrar eru látnir gefa út sem íslenska reglugerð, er númer 66/2022 „um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu“, nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum “vegna ólöglegrar innlimunar Kríms og Sevastopol“! https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/0066-2022. Tilskipanir ESB um Rússland og Úkraínu eru byggðar á óskammfeilnum rangfærslum. Það var Úkraína sem innlimaði Krím ólöglega í mars 1995 og reyndi að ráða forsetann, Yuriy Meshkov, af dögum. Eftir að leppstjórn ESB og NATO tók svo við völdum í Úkraínu 2014 kusu Krímbúar að sameinast Rússlandi í þjóðaratkvæðagreiðslu (16. mars). Þá byrjuðu fyrir alvöru rangfærslurnar um „innlimun Krím“, NATO og ESB settu í framhaldinu viðskiptabönn á Rússland vorið 2014. Ísland dróst með sem reyndist efnahagslífi landsins dýrkeypt.
Óbætanlegur skaði af útþenslu NATO. George F. Kennan, einn fremsti Rússlandssérfræðingur Bandaríkjanna, kallaði útþenslu NATO til austurs „örlagaríkustu mistök Bandaríkjanna á öllu tímabilinu eftir lok kaldastríðsins“. Han og flestir Rússlandssérfræðingar Ameríku sögðu að “útvíkkun NATO mundi skaða óbætanlega tilraunir til að breyta Rússum úr óvinum í samstarfsaðila”. https://www.brookings.edu/articles/the-u-s-decision-to-enlarge-nato-how-when-why-and-what-next/
Lokað á Rússland. ESB og NATO-lönd stöðva flæði upplýsinga frá Rússlandi. ESB lokaði fyrir sendingar RT, rússneska fréttamiðilsins, í ESB og Englandi. „Sýndarmennskan um frjálsa fjölmiðla í ESB hefur nú endanlega afhjúpast“ segja Rússar úr fjölmiðlaheiminum. Refsiaðgerðir NATO og ESB hafa tekið á sig allt grófari myndir, ekki síst höftin á upplýsingamiðla og peningaviðskipti.
Sögulegt hlutverk Rússa. Þeir sem þekkja sögu Evrópu sjá nú endurtekningu á ófriðarsögunni. Rússar hafa fengið það hlutverk í Evrópusögunni að verja álfuna fyrir útþenslu hervelda. Bæði Evrópusambandið og NATO hafa rekið útþenslustefnu í nágrannalöndum Rússa og innlimað fleiri og fleiri og reynt að innlima Úkraínu sem Rússar líta á sem landamærasvæði Rússlands. Af biturri reynslu af tilraunum Frakka og Þjóðverja að leggja undir sig Rússland og Evrópu finnst Rússum eðlilega að sér vegið þegar reynt er að innlima það sem þeir líta á sem héruð Rússlands í valdabákn og herbandalag þessara þjóða. Þeir virðast ætla að vera trúir sínu hlutverki að verjast útþenslu hervelda, núna NATO og ESB.
Útþensla NATO og ESB í austur eftir fall Ráðstjórnarríkjanna hefur nú sýnt sig, eftir vopnaða íhlutun Rússlands í málefni Úkraínu, að vera undirrótin að alvarlegustu stríðshættunni í Evrópu eins og sérfræðingar vestanhafs höfðu spáð. Aðild Íslands að EES, og tilskipanavald ESB yfir Íslandi, er þar með orðin helsta ógnin við öryggi landsins. Rússar virðast vera að stíga inn í sitt sögulega hlutverk að halda herveldum sem vilja leggja undir sig Evrópu í skefjum.
English summary.
The eastward expansion of NATO and the EU after the fall of the Sovíet Union have now materialized, after Russia’s military intervention in Ukraine, as the main root cause of war risk in Europe as US scholars of international affairs had predicted. Icelandś membership in EEA, and EUś directive power over Iceland, have consequently become one of the main threats to national security. Russia seems to be resuming its historical role of fending off military powers that seek to dominate Europe.
Greinin er eftir Friðrik Daníelsson