Danska veðurstofan í loftslagssvindlið?

Þann 8.12.2021 gerðist það að upplýsingum, línuritum og kortum, dönsku veðurstofunnar (DMI) af hafísnum var breytt til að sýna minni ís en sömu upplýsingar sýndu aðeins 4 dögum áður, 4.12.2021. DMI segir að línuritið hafi verið „uppfært“ með nýju „líkani“. Á Polar Portal er löng útlistun og sagt að nú hafi betra „líkan“ en áður verið tekið í notkun. Þegar að er gáð hefur verið bætt ágiskunum inn í eldra líkanið.

60% breytingar á 4 dögum! Breytingar DMI á línuritunum gefa til kynna að gögnin um hafísinn hafi á 4 dögum hætt að sýna vöxt síðustu ára og farið að sýna bráðnun! Nýja línuritið 8.12. gefur til kynna að það eldra hafi innihaldið 60% skekkju í sumarútbreiðslu fyrri ára. Slíkar breytingar, án nákvæmra útskýringa,  auka ekki traust á vísindamönnum DMI. Þessi breyting DMI á gögnunum um hafísinn minnir óþægilega á „aðlaganir“ stofnana sem hafa orðið uppvísar að því að breyta upplýsingum um loftslag til að sýna hlýnun. Nýju upplýsingar DMI hljóta að gleðja loftslagssvindlara, þær sýna minnkandi ís!

Ísinn 2021 er sá mesti í mörg ár samkvæmt DMI línuritinu 4.12.2021 en orðinn einn sá minnsti samkvæmt línuritinu 8.12.2021. Samkvæmt gögnum frá norsku veðurstofunni (https://www.frjalstland.is/wp-content/uploads/2021/03/Loftslag-%C3%A1-%C3%8Dslandi.pdf) var minnstur hafís vorið 2006 en minnsti haustís árið 2012 og hefur vaxið síðan. Í ár lokaði ísinn Norðausturleiðinni fyrir skipum snemma vetrar. Í byrjun nóvember voru 15-20 skip föst í ísnum og þurftu að fá aðstoð rússneskra ísbrjóta til að komast áfram, bæði í austur að Beringssundi og vestur að Atlantshafi.

Hörmungar ísbjarna og rostunga vegna „loftslagsbreytinga“ og bráðnunar hafíssins hafa frægir menn útlistað í mörg ár. En síðustu árin hefur hafísinn verið í vexti, og ísbjörnum fjölgað, sem er ástæða þess að loftslagsfalsararnir, sem DMI virðist nú hafa gengið í lið með, hafa gengið lengra í að aðlaga vísindagögn sínum hlýnunarkenningum. Þeir hafa falið réttar upplýsingar eins og DMI virðist nú vera farið að gera líka.

Þessi frétt af DMI er áfall fyrir þá sem lengi hafa treyst dönsku veðurstofunni.

      

Hafíslínuriti DMI sem sýnir mikinn og vaxandi hafís 4.des. breytt þann 8. des. í að sýna minni hafís en 2017 0g 2018.

Svarta (dekksta) bogalínan í línuritunum sýnir hafísmagnið árið 2021. Í línuritinu 4.des. er svarta línan ofan við allar línurnar fyrir árin 2017-2020 (rauð, græn, blá, sægræn) fyrsta hluta desember sem þýðir að þá er hafísinn 2021 meiri en 2017-2020. Í línuritinu sem búið er að “uppfæra” og gefið er út 8. des. er svarta línan neðan við línurnar fyrir 2017-2018 fyrsta hluta desember sem þýðir að þá er hafísinn 2021 minni en 2017-2018. Samantekið er þannig gefið í skyn með “uppfærða” línuritinu 8. des. að hafísinn sé að bráðna sem er þveröfugt við það sem er að gerast.

(sjá: Arktis & DMI-manipulation)  https://klimarealisme.dk

This entry was posted in EES, Loftslag, Umhverfismál. Bookmark the permalink.