Reykjavík, 20.7.2021
EFNI: Spurningar til stjórnmálaflokka / framboða fyrir alþingiskosningar 2021
Frjálst land eru samtök sem beita sér fyrir umræðu um hagsmunamál Íslands; um skaðsemi EES- samningsins fyrir frjáls viðskipti við lönd utan ESB og skerðingu samningsins á fullveldi Íslands.
Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, er þverpólitísk hreyfing þeirra sem eru andvígir því að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Orkan okkar eru samtök sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum og kynna rök gegn innleiðingu orkulöggjafar ESB. Orkuauðlindin er grundvöllur góðra lífskjara.
Vegna alþingiskosninganna 25. september nk. óska samtökin sameiginlega eftir að flokkurinn /framboðið svari eftirfarandi spurningum sem varða afstöðu til fullveldis, lýðræðis og sjálfstæðis:
1. Er flokkurinn/framboðið með eða á móti aðild Íslands að ESB?
2. Er flokkurinn/framboðið með eða á móti endurskoðun á EES aðildinni?
3. Hvort er flokkurinn/framboðið hlynntari fríverslunarsamningi við ESB eða EES- samningnum?
4. Er flokkurinn/framboðið hlynntur/andvígur því að Ísland innleiði orkustefnu ESB og verði í orkusambandi ESB og innleiði með því m.a. ESB-lög um raforkuviðskipti yfir landamæri og gangist undir Evrópusambandsstofnun fyrir samvinnu orkueftirlitsaðila (ACER)? Á hvaða rökum byggir svarið?
5. Er flokkurinn/framboðið hlynnt upptöku 4. orkupakka ESB? Á hvaða rökum byggir svarið?
6. Vill flokkurinn/framboðið auka/minnka innflutning landbúnaðarvöru frá ESB?
7. Vill flokkurinn/framboðið auka/minnka vald ESB hérlendis?
Spurningar og svör verða birt fyrir alþingiskosningarnar á miðlum samtakanna og fleiri miðlum.
Með vinsemd og virðingu,
Frjálst land Heimssýn Orkan okkar
Sigurbjörn Svavarsson Haraldur Ólafsson Eyjólfur Ármannsson