Grænland verður eitt af aðal viðskiptalöndum Íslands ef rétt er að málum staðið af hálfu Íslands. Viðskipta- og samstarfstækifærin eru mörg og hafa verið að þróast: Samgöngur, ferðaiðnaður, sjávarnytjar, heilbrigðismál, skólamál, mannvirkjagerð, orkumál. Og mennta og menningarmál. Grænlendingar hafa sýnt sjálfstæðisvilja, þeir sögðu sig úr ESB og eru því lausir við regluverkskviksyndi ESB/EES þó Dönsku yfirráðin hafi áhrfi en Danir styðja við sjálfstæðisviðleitni Grænlands. Langstærstu efnahagslegu tækifærin liggja í jarðefnaauðlegð Grænlands sem með orkuuppsprettum Íslands geta skapað mikla auðlegð fyrir bæði löndin.
Verðmæt jarðefni. Jarðlög með málmum eru víða á Grænlandi. Gull, sink, krýólít hefur verið brotið þar. Járn, títan, vanadíum, blý, eir og magnesíum eru dæmi um málma í jarðlögum Gænlands. Í nágrenni Narsaq á Suður-Grænlandi er Kvanefjall en þar er nú talið að sé að finna ein auðugustu jarðlög heims af sjaldgæfum jarðmálmum og úrani. Ekki langt frá Kvanefjalli er Tanbreez verkefnið sem er komið nálægt vinnslustigi. Sjaldgæfu jarðmálmarnir eru m.a. eftirsóttir í háþróaðan búnað, þar með talið hergögn (nætursjónauka, fjarstýrð vopn, GPS-búnað, harðar málmblöndur). https://govmin.gl/
Jarðefnaeldsneyti. Gert hefur verið mat nýlega um að vinnanlegt olíu- og gasmagn í grænlenskri lögsögu við Norður-Grænland sé um 50 milljarðar tunna. Aðstæður eru sumstaðar svipaðar og eru í Norðurheimskautshluta Rússlands, Kanada og Alaska sem gerir borun og vinnslu erfiða. Nálægðin við Ísland gerir að margs konar þjónustu er handhægt að veita héðan, við leit, borun, vinnslu, úrvinnslu og dreifingu. https://nunaoil.gl/
Stórþjóðir í jarðefnanámi standa í biðröð til að nýta jarðefnaauðlindir Grænlands: Bandaríkin, Kína, Kanada, Ástralía, Frakkland ofl. Kapphlaupið um auðlegð Grænlands er í fullum gangi. Ljóst er að Ísland þarf að blanda sér í það á mörgum vígstöðvum og vinna skörulega með Grænlendingum að því að hámarka verðmætasköpunina heimafyrir. Kvanefjall telst nú þegar í eigu Greenland Minerals, ástralsks fyrirtækis, kínverska Shenghe Resources er stærsti hluthafinn. https://www.ggg.gl/
Hætta er á að fjarlægir aðilar nái til sín auðlegð Grænlands ef nágranar landsins sofa á verðinum. Grænlendingar munu leita eftir hagstæðu samstarfi við fyrirtæki og þjóðir á heimsvísu um nýtingu sinna auðlinda.
Meðan fyrirtæki á Íslandi þurfa að starfa samkvæmt mjög hamlandi regluverki, kvöðum og viðskiptahömlum EES/ESB, verður ekki hægt fyrir þau að taka víðtækan þátt í nýtingu grænlenskra jarðefna. Samstafið, þjónutan og úrvinnslan verða þar sem samkeppnisaðstaða er góð.
Forsendan fyrir auðskapandi samvinnu við Grænland, og framvinnslu Grænlenskra jarðefna á Íslandi, er að Ísland verði ESB-kvaðafrítt eins og flest samkeppnislönd Íslands á heimsvísu, utan EES.