ESB er orðið upptekið af sínu frelsarahlutverki í „loftslagsmálum“, tilskipanir um þau flæða frá Brussel í allt stríðari straum og eru lögleiddar hér hver af annarri. Þann 11. mars var tilskipun um niðurdælingu koltvísýrings í berg lögleidd. Lög um „kolefnishlutleysi“ og lög um vindmyllur eru á leiðinni. Tilskipanirnar eru byggðar á undirmálsvísindum og eru óraunsæjar og munu ekki hafa áhrif á loftslag en munu valda hér umhverfisspjöllum og miklum hættum fyrir menn og dýr ef þeim verður hlýtt.
Reykveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur hefur flækst í hugmyndir um niðurdælingu reyks í berg og rekur nú áróður fyrir stórri dælustöð á Reykjanesi: „Loftslagsváin ágerðist á siðasta ári-“ . Sameinuðuþjóðaritarinn (Guterres) sagði „að mannkynið stæði á brún hyldýpis-“. (Bjarni Bjarnason og Edda Sif Pind Aradóttir, Mbl 16.4.2021). Það rétta er að veðurlag kólnaði á síðasta ári (og landsins forni fjandi kom nær), allar loftslagsspár SÞ-skriffinnanna hafa verið falskar í 30 ár. “Coda terminal” á samkvæmt OR að dæla 3 milljónum tonna á ári niður í hið karsprungna Reykjanes. Það er nærri því 50% meira en útblástur Fagradalsfjalls á Reykjanesi en aðeins um 0,0003% af því sem náttúran sjálf sleppir út (fyrir utan eldfjöllin). Niðurdæling er kostnaðarsöm en 600 manns eiga að vinna við hana.
Á Hellisheiði er starfrækt stöð, Carbfix, til komin aðallega vegna rannsóknaáhuga háskólamanna, sem dælir niður um 12 000 tonnum af koltvísýring á ári, svipað magn og kemur úr Fagradalsfjalli á 2 dögum. Rannsóknirnar eru fánýtar hvað loftslag varðar.
Bergmál frá áróðri ESB og SÞ. Kolefni (átt er við koltvísýring sem inniheldur 27% kolefni og er grunnnæring gróðurs jarðar) binst með ljóstillífun í gróðri og einnig hafi, um 1000 gígatonn á ári. Bindingin vex hratt þegar meira er af koltvísýring í loftinu. „Kolefnishlutleysi“ mannkyns mundi ekki hafa mælanleg áhrif á loftslag, náttúruleg kolefnishringrás jarðaryfirborðs (um 1000.000.000.000 tonn/ári) nær jafnvægi af sjálfsdáðum með breytingum á upptöku jurta og sjávar eftir styrk koltvísýsingsins og fleiri breytum sem menn hafa ekki áhrif á.
Reykblástur í berg hættulegur.
-Reykur, sem er dælt í jarðsprungur, dvelur þar lengi og blandast vatni, getur mengað jarðvarma, grunnvatn, ár, læki, fjörusjó.
-Reykurinn getur leitað upp gegnum sprungur langar leiðir og mengað jörð og loft. Litlar líkur eru á að reykurinn sem „Coda-terminal“ fær verði hreinn koltvísýringur heldur með fjöldan af mengunarefnum
-Aukinn gasþrýstingur í berginu veldur landskjálftum og opnar nýjar sprungur sem geta leitt gas langar leiðir.
Alþingi hlýðir ESB og setur ólög samkvæmt skipunum:
Lög um niðurdælingu koltvíoxíðs
Lagafrumvarp um kolefnishlutleysi, “til að halda aftur af hamfarahlýnun-“