Faraldurinn hefur sýnt fram á hvers hið sterka heilbrigðiskerfi Íslands er megnugt. Mikilvægi sjálfstæðrar stjórnunar heilbrigðismála og samskipta við önnur lönd hefur komið í ljós. Atvinnugreinarnar hafa sýnt sig að vera misöruggar, ferðaiðnaður hefur hrunið en landbúnaður og iðnaður veita íbúum landsins öryggi þrátt fyrir að hafa verið vanræktir af stjórnvöldum.
Heilbrigðiskerfi landsins hefur sýnt að það getur tekist á við faraldra og að hægt er að treysta fagmennsku þar á bæ. Sjálfstæði íslenskra heilbrigðisyfirvalda hefur sýnt sig að vera afgerandi vegna sérstöðu landsins.
Matvælaframleiðslan í landinu skapar mesta öryggið. Hnignunin vegna óheilbrigðrar samkeppni og afskipta ESB er orðin alvarleg, stjórnvöld landsins hafa ekki sinnt landbúnaðinum.
Iðnaðurinn, þar með talinn tækniþjónustuiðnaður, er ekki eins háður faröldrunum og ferðageirinn en er í mikilli hættu nú vegna EES-regluverks og samkeppni við ríkisstyrktan iðnað í Kína sem gerir stöðuna vonlitla fyrir stóran hluta útflutningsiðnaðarins. Nema stuðningur íslenskra stjórnvalda komi til.
Sjávarútvegurinn er sterkur og undir íslenskri stjórn og stendur af sér veirufaraldurinn þó áföll verði.
Ferðaiðnaðurinn hefur hrunið sem sýninr að hann er ekki eins örugg atvinnugrein og grunngreinar landbúnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar.
Persónuverndarlög ESB hafa þvælst fyrir að hægt sé að stunda mikilvæga vísindastarfsemi hérlendis.
Schengnsamnnguninn varð til þes sað ESB fyrirskipaði lokun landsins í trássi við íslensk stjórnvöld. Schengen hefur reynst ónýtt við að stjórna flæði fólks frá vanþróuðum löndum til Evrópu.
Bandaríkjaviðskiptin eru í hömlum ESB vegna EES og Schengen sem er áhættusamt vegna mikilvægra samskipta sem þurfa að vera í lagi. Bandaríkin eru almennt fremst á sviðum vísinda og heilbrigðistækni
Plastpokabannið er dæmi um reglur frá ESB sem byggðar eru á undirmálsvísindum. Það veldur aukinni smithættu, notkun plastpoka er öruggasta aðferðin til almenns hreinlætis við meðferð matvæla.
Ísland getur staðist sjúkdómsfaraldra eins og covid-19 vegna sterks heilbrigðiskerfis og heimaframleiðslu á vörum. Grunnatvinnuvegir sem veita landsmönnum mest öryggi, landbúnaður og iðnaður, hafa verið vanræktir, hættan vegna hnignunar þeirrra hefur orðið augljós með covid-19 faraldrinum. Hann gæti verið einn af fleirum og því þarf Ísland, ásamt með öðrum löndum, að leita samstarfs við Kína um að stemma stigu við útbreiðslu faraldra við upphaf þeirra.