Vaxandi andstaða við EES-samninginn í Noregi

Í fyrirlestri Moretn Harper, rannsóknastjóra norsku samtakanna Nei til EU á háskólatorgi 21.3.2019 kom fram að samtökin stefna að því að Noregur verði kominn úr EES 2025. Miklar umræður hafa verið í Noregi um fullveldið, orkulindirnar og valkosti við EES. Norðmenn eru í vaxandi mæli að snúast gegn EES. Skoðanakannanir sýna að 70% af þeim sem taka afstöðu í Noregi vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samninginn.

Afstaða Norðmanna til EES-samningsins hefur verið að breytast. Á síðustu misserum hefur umræðan tekið nýja stefnu. Stjórnmálaflokkar, verkalýðsfélög, samtök og sérfræðingar hafa þegar lýst andstöðu við EES-samninginn og andstaða almennings hefur vaxið. Mikil mótmæli hafa verið við 3. orkutilskipanapakka ESB og hefur Nei til EU hafið dómsmál á hendur ríkisstjón Noregs vegna þess að samþykkt tilskipanapakkans hafi verið stjórnarskrárbrot. EES-löndinhafa rétt til að hafna löggjöf ESB, Norðmenn hafa gert það einu sinni. ESB hefði ekki rétt til gagnaðgerða ef Ísland hafnar 3 orkutilskipanapakkanum.

EES-samningurinn er orðinn öðruvísi en menn ætluðu þegar hann var gerður. Mikið áhyggjuefni er eyðilegging tveggja stoða kerfisins skref fyrir skref þar sem stjórnvaldsstofnanir ESB fá beint vald í Noregi og Íslandi. Dæmi eru EBA sem stjórnar fjármálageiranum og ACER sem fær stjórnvald yfir orkukerfinu.

EES hafur fært Noregi 12000 ný ESB lög. Áhrifin á vinnumarkaðinn og launakjör og aðstæður vinnandi manna hefa verið slæm. Norsk lög um almenningseign virkjana hafa veri ógilt af dósmtól EES (Efta-dómstólnum). Margir málaflokkar sem EES átti ekki að taka til hafa orðið fyrir slæmum áhrifum af yfirvaldi ESB í skjóli EES. Skattamál, mál fiskiðnaðar og opinber þjónustu áttu að vera fyrir utan en EES hefur haft mikil áhrif á þau.

-ESB gerir orkumál að 5. freslinu og stefnir að millitengingu raforkukerfa aðildarlanda ESB/EES. Tekjur orkufyrirtækja í EES/ESB eiga að fara í fjárfestingar, þ.á.m. í nýjar virkjanir og tengimannvirki milli kerfa og landa til að tryggja aðgengi aðila í ESB að orku. Lagning sæstrengs frá Íslandi til Evrópu er forgangsverkefni hjá ESB. Verkefnin lúta lögum ESB. Vegna EES getur Noregur ekki hafnað nýjum sæstrengjum til ESB með vísun til þjóðarhagsmuna

Úrsögn Noregs úr EES hefði hverfandi lítil áhrif á útflutning Noregs til ESB. Flest lönd sem versla við ESB eru utan sambandsins. Noregur og Ísland höfðu fríverlsun við sambandið fyrir tíma EES.

Stefna Nei til EU:

Gera nútímalegan viðskiptasamning við ESB í stað EES og án lýðræðishalla EES.

-Að samningar við ESB verði milli jafningja, engin „skapandi“ túlkun

á lögum ESB, engin eftirlitsstofnun og dómstóll EES (ESA og EFTA-

dómstólinn)

-Áframhaldandi tollfrjáls verslun með iðnaðarvörur

-Sameiginlegur aðgangur að þjónurstumörkuðum

-Ekkert EES-“frelsi“ um vinnulöggjöf og rétt til að stofna fyrirtæki

https://neitileu.no/aktuelt/engasjement-om-eos-og-acer-i-reykjavik