Frjálst land 4.2.2018
Ágrip
Í þingmálaskrá á vef stjórnarráðsins fyrir veturinn 2017-2018 eru 150 mál og lesefni með upplýsingum með hverju máli. Um 55% lesefnisins og 35% málanna eru tilskipanir frá Evrópusambandinu sem lagt er fyrir Alþingi að samþykkja.
https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/thingmalaskra/
Alþingi hefur ekki hingað til hafnað tilskipunum ESB vegna EES-samningsins og má því gera ráð fyrir að allar tilskipanirnar verði samþykktar af Alþingi. Þær eru að hluta mjög flóknar og langar. Sumir titlarnir í þingmálaskránni eru um margar tilskipanir. Ljóst virðist að Alþingi þarf að leggja mikla vinnu og fyrirhöfn í að setja sig inn í mörg málanna.
Á EES-samningnum má skilja að tilskipanirnar hafi þegar öðlast gildi þegar nú Alþingi fær þær til samþykktar.
Í þingmálaskránni eru mikilvægar tilskipanir sem munu hafa mikil áhrif hér á landi. Þær eru flestar íþyngjandi og valda margar auknum kostnaði fyrir bæði fyrirtæki sem og stofnanir ríkisins, bæði stjórnarráðið og eftirlitsstofnanirnar, og auk þess fyrir sveitarfélög og samtök. Einnig valda þær því að ákvörðunartaka um mikilvæg mál færist úr landi og að yfirstjórn heilla atvinnugeira fer til ESB og gengur þannig meir út á hagsmuni ESB.
Mikilvægustu tilskipanirnar eru um orkumál, landbúnað og sýkingavarnir, fjármálafyrirtækin, einstaklingsvernd, kvaðir um vörur og um umhverfisreglur. Auk þess er fjöldi tilskipana um stjórn ýmissa málaflokka og sumar miklilvægar og áhrifamiklar.
1. Orkukerfið.
ESB stefnir að nýtingu allrar orkuframleiðslu í ESB og á EES í þágu sambandsins.
Iðnaðrráðherra leggur fram frumvarp um ESB-lög um markað fyrir raforku, tilskipun 2009/72, sögð snúa að mestu að eftirliti. Þessi tilskipun er 3. raforkutilskipun ESB og veitir ESB vald yfir orkuframleiðslu landsins.
Utanríkisráðherra leggur fram þingsályktunartillögu uppúr fjölda reglugerða um yfirstjórn orkukerfa, um stofnun sem kölluð er „samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði“.
Tilskipanir í þessum málum færa yfirstjórn íslenska orkukerfisins til ESB og stofnunar ESB á Balkanskaga, ACER. Hún mun sinna því með aðstoð ESA, eftirlitsstofnunarinnar með EES-löndunum.
Áhrif: Með þessum frumvörpum og þingsályktunartillögum kemst á valdstjórn ESB yfir rekstri og þróun orkuframleiðslu og orkunýtingar á Íslandi og þar með yfir orkuauðlindum landsins.
2. Landbúnaður, sýkingavarnir.
Landbúnaðraráðherra leggur fram frumvarp um að að breyta lögum um varnir gegn dýrasjúkdómum þannig að sláturdýraafurðir frá ESB skuli hafa aðgang að íslenskum markaði. Sýklamengi íslenskra dýra er einangrað og takmarkaðra en dýra í ESB-löndum. Í gildi hafa verið lög sem takmarka innflutning á vörum sem bera með sér sýkla úr dýrum.
Lögin munu leyfa innflutning á hráum kjötvörum og vörum úr eggjum og mjólk til þess að hlíta dómi dómstóls EES (EFTA-dómstólsins) sem dæmdi 14.11.2017 að íslensk lög brjóti EES-samninginn hvað varðar þessar sýklavarnir. Frumvarpið mun þannig staðfesta, þegar það verður samþykkt, að dómar EES-dómstólsins séu æðri lögum Alþingis.
Áhrif: Þessar tilskipanir auka sýkingarhættu í bæði dýrum og mönnum og auka hættur á faröldrum meðal húsdýra og hættur á heilsubresti meðal landsmanna. Einnig versnar starfsaðstaða landbúnaðarins þegar opnast fyrir innflutning á niðurgreiddum afurðum.
3. Fjármálakerfið
Tilskipanirnar um fjármálakerfið eru þegar orðnar mjög margar og fjölgar enn. Margar eru forsendaðar með því að verið sé að bæta kerfið með reynsluna af kreppunni 2008 að leiðarljósi.
Fjármálaráðherra leggur fram mörg lagafrumvörp um tilskipanir á fjármálamarkaði vegna EES: Um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár; um rekstraraðila sérhæfðra sjóða; um skuldajöfnun o.fl.; um vátryggingastarfsemi (Omnibus II); um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi; um verðbréfaviðskipti (Omnibus I); um verðbréfauppgjör og verðbréfamiðstöðvar (CSDR); um fjármálafyrirtæki (samstæðueftirlit, endurreisnaráætlun, snemmbær inngrip o.fl.).
Utanríksiráðherra leggur fram fjölda af þingsályktunartillögum um ESB-tilskipanir: Um afleiður (OTC-afleiður, miðlægir mótaðilar og afleiðuviðskiptaskrár); um verðbréfasjóði; um áhættufjármagnssjóði og félagslega framtakssjóði; um valdsvið eftirlitsstofnana ESB með fjármálastarfsemi; um markaði fyrir fjármálagerninga; um endurreisn og skilameðferð fjármálastofnana og fjárfestingafyrirtækja; um verðbréfamiðstöðvar og verðbréfauppgjör; um valdsvið ESB-eftirlitsstofnana um vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlit og verbréfamarkaðseftirlit.
Lög um eftirlitsstofnanir ESB með fjármálastarfsemi (nr 24/2017) voru samþykkt á Alþingi 19.5.2017.
Áhrif: Þessar tilskipanir eru íþyngjandi fyrir fyrirtæki á fjármálamarkaði og kostnðaraukandi fyrir fjármálaþjónustu landsins.
4. Einstaklingsvernd
Umfangsmiklar tilskipanir eru komnar frá ESB um einstaklingsvernd og upplýsingameðferð.
Dómsmálaráðhera leggur fram lagafrumvarp um ný lög um persónuvernd (einstaklingsvernd).
Utanríkisráðherra leggur fram þingsályktunartillögu um breytingu á viðauka XI um rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) (almenna persónuverndarreglugerðin). Þingsályktunartillögu um sama efni en eldri tilskipun, varðar rafræn fjarskiptanet ofl.
Áhrif: Þessar tilskipanir valda kostnaðrauka hjá stofnunum s.s. á heilbrigðissviði, sveitarfélögum og mörgum fyrirtækjum.
5. Kvaðir á verslunarvörur
Tilskipananir um vottanir, merkingar, tæknilegar kröfur: Krafa um ce- merkingu á fjarskiptabúnaði og nethlutleysi. Um vottorð um lyf. Um áfyllingu fyrir rafrettur. Um bestu tækni vegna járnlauss málmiðnaðar. Um pakkaferðir. Um rafræna auðkenningu.
Áhrif: Kostnaðarauki. Viðskiptahindranir við lönd utan ESB..
6. Umhverfismál
Lagafrumvörp um aukna aðkomu umhverfisverndarsamtaka og um breytingar á umhverfismati, um m.a. framkvæmdaleyfi, vöktun, upplýsingaskyldu, refsiákvði ofl. Breyting íkerfi ESB um losun koltvísýrings (flugvélar).
Áhrif: Kostnaðarauki. Minni framkvæmdahraði.
7. Önnur mál
Fjöldi tilskipana eru í þingmálaskránni um margvísleg mál: Tilskipanir um peningaþvætti, einkaleyfi, endurskoðun ársreikninga, jafna meðferð fólks og jafnrétti á vinnumarkaði, skyldur erlendra fyrirtækja, um farmenn, um breytingu á kvikmyndalögum, um skil á menningarverðmætum, um breytingu á höfundalögum, um póstþjónustu, um ríkisaðstoð o.fl.
Áhrif: Margvísleg; flutningur valds yfir íslenskum málefnum til ESB.
Listi yfir þingmál um EES-tilskipanir fyrir þingið 2017-2018
(sjá þingmálaskrá á vef stjórnarráðsins)
Forsætisráðherra
- Frumvarp til laga um endurnot opinberra upplýsinga (innleiðing tilskipunar um endur-notkun upplýsinga).
Dómsmálaráðherra
- Frumvarp til laga um persónuvernd (innleiðing á reglugerð um persónuvernd).
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 64/2006, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (tilskipun um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
- Frumvarp til laga um pakkaferðir (innleiðing gerðar).
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 17/1991, um einkaleyfi (innleiðing gerðar).
- Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (innleiðing gerðar).
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 79/2008, um endurskoðendur (innleiðing tilskipunar og reglugerðar, ný heildarlög).
Félags- og jafnréttisráðherra
- Frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna (heildarlög).
- Frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði (jafnrétti á vinnumarkaði).
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 45/2007, um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra, og fleiri lögum (vernd réttinda á vinnumarkaði).
- Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2015/1794, um farmenn (bætt vinnuskilyrði og réttur til upplýsingamiðlunar og samráðs farmanna).
Fjármála- og efnahagsráðherra
- Frumvarp til laga um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár (heildarlög).
- Frumvarp til laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða (heildarlög).
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki (skuldajöfnun, o.fl.).
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt (cfc-ákvæði, samsköttun, skattívilnanir vegna hlutabréfakaupa, kaupréttur hlutabréfa, fækkun gjalddaga o.fl.).
- Frumvarp til laga um meðferð ríkisaðstoðarmála (heildarlög).
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 100/2016, um vátryggingarstarfssemi (Omnibus II).
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, o.fl. (Omnibus I).
- Frumvarp til laga um verðbréfauppgjör og verðbréfamiðstöðvar (CSDR).
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki (samstæðueftirlit, endurreisnaráætlun, snemmbær inngrip o.fl.).
Heilbrigðisráðherrra
- Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994 (EES-reglur).
- Frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (EES-reglur o.fl.).
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 6/2002, um tóbaksvarnir (EES-reglur o.fl.).
Mennta- og menningarmálaráðherra
- Frumvarp til laga um breytingu á kvikmyndalögum, nr. 137/2001 (viðeigandi ráðstafanir vegna EES-reglna).
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 57/2011, um skil á menningarverðmætum til annarra landa (innleiðing tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/60/ESB frá 15. maí 2014 um skil á menningarminjum sem hafa verið fluttar ólöglega frá yfirráðasvæði aðildarríkis og breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1024/2012).
- Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 81/2003, um fjarskipti (CE-merkingar á fjarskiptabúnaði og nethlutleysi).
- Frumvarp til laga um póstþjónustu.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim (innflutningur á hráum kjötvörum o.fl.).
Umhverfis- og auðlindaráðherra
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum, og lögum nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (sérstök kæruheimild vegna athafna og athafnaleysis).
- Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.).
3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 70/2012, um loftslagsmál (gildissvið viðskiptakerfis ESB, flug).
Utanríkisráðherra
- Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2017 um breytingu á II. viðauka (tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn.
- Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017 um breytingu á IV. viðauka (orka) við EES-samninginn.
- Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 94/2017 um breytingu á VII. viðauka (gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) við EES-samninginn.
- Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 107/2017 um breytingu á XX. viðauka (umhverfismál) við EES-samninginn.
- Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 129/2017 um breytingu á II. viðauka (tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn.
- Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2017 um breytingu á XIX. viðauka (neytendavernd) við EES-samninginn.
- Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 186/2017 um breytingu á XVII. viðauka (hugverkaréttindi) við EES-samninginn.
- Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XXII. viðauka (félagaréttur) við EES-samninginn.
- Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XI. viðauka (rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn (rafræn auðkenning).
- Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XI. viðauka (rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn (almenna persónuverndarreglugerðin).
- Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn (OTC-afleiður, miðlægir mótaðilar og afleiðuviðskiptaskrár).
- Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn (verðbréfasjóðir).
- Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn (áhættufjármagnssjóðir og félagslegir framtakssjóðir).
- Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
- Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn (markaðir fyrir fjármálagerninga).
- Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XI. viðauka (rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn.
- Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn (endurreisn og skilameðferð lánastofnana og fjárfestingarfyrirtækja).
- Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn (verðbréfamiðstöðvar og verðbréfauppgjör).
- Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn (Omnibus II).