Nú 32 árum eftir að Alþingi samþykkti EES-samninginn með 33 af 63 atkvæðum er betur að koma í ljós að lög og reglur Evrópusambandsins, sem samningurinn hefur skyldað Ísland til að lögfesta, setja miklar hömlur á uppbyggingu og atvinnustarfsemi. Talsmenn samningsins áttuðu sig ekki á að hann myndi verða hemill á atvinnulífið.
Nú viðurkenna forsvarsmenn atvinnulífsins að að „leyfismálin“, þ.e.a.s. lög og reglur um leyfisveitinarnar sem eru að mestu EES-regluverk, eru að stöðva uppbyggingu orkukerfisins. Lög um mat á Umhverfisáhrifum, vatnalög, lög um raforkukerfið osfrv. eru flókin og þung í meðförum.
Reglu- og lagaflækjum EES hefur verið mótmælt faglega gang eftir annann en án árangurs. EES-tilskipanirnar eru ætíð settar í lög og reglur án gagnrýninnar skoðunar. Tilskipanirnar hafa komið í hrotum allt frá árinu 2000 og gert stöðuna verri með hverri tilskipun.
https://www.althingi.is/lagas/nuna/2021111.html
Samtök atvinnulífsins, Samband Ísleskra sveitarfélaga og Verkfræðingafélag Íslands hafa mótmælt á Samráðsgátt en ekki fengið við ráðið.
https://www.frjalstland.is/2023/09/12/ees-log-stodva-throun-byggdar/
Stjórnvöld Íslands hafa líka sjálf verið iðin við að setja höft á framkvæmdir, oft afsakað með umhverfisvernd, sjálfbærni og svipuðum slagorðum. Til dæmis er „Rammaáætlun“ tilraun til að friðþægja s.k. umhverfisverndarsinna en er í framkvæmd óskammfeilin tilraun til þess að setja höft á orkuframleiðslu.
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir:
Leyfismálin valda orkuskorti á Íslandi
Á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins (SI) í janúar var vakin athygli á kostnaðarsömu aðgerðaleysi í virkjunarmálum fyrir íslenskt samfélag. Fram kom að helstu opinberir framkvæmdaaðilar gerðu ráð fyrir framkvæmdum fyrir 264 milljarða króna á þessu ári.
Landsvirkjun er þar langumfangsmest með um 92 milljarða króna framkvæmdir boðaðar á árinu. Sem er um 35% af öllum fyrirhuguðum framkvæmdum opinberra aðila á þinginu.
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI benti á að raunútboð Landsvirkjunar á síðasta ári námu 38 milljörðum króna. Í upphafi þessa árs gerði Landsvirkjun hins vegar ráð fyrir framkvæmdum fyrir 100 milljarða en vegna tafa á leyfisveitingum raungerðist ekki nema þriðjungur fyrirhugaðra útboða.
Sigurður fullyrðir að flókin málsmeðferð leyfismála vatnsaflsvirkjana og lagaramminn valdi kostnaðarsömum orkuskorti á Íslandi.
„Það er bara staðan. Landsvirkjun hefur verið með Hvammsvirkjun í undirbúningi í 25 ár. Landsvirkjun taldi sig hafa farið í gegnum allt ferlið og sótti um virkjunarleyfi um mitt ár 2021. Staðan tæpum fjórum árum seinna er sú að það ríkir fullkomin óvissa í málinu,“ segir Sigurður í samtali við ViðskiptaMoggann.
„Hvað varðar málsmeðferðina vakti það athygli á sínum tíma hvað Orkustofnun var lengi að afgreiða málið. Fram að því var talað um að það tæki 30 daga að fá virkjunarleyfi, en málsmeðferðin tók tvö ár hjá stofnuninni. Hitt vandamálið er lögin. Héraðsdómur felldi úr gildi virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun þar sem leyfið samrýmdist ekki vatnalögum,“ segir Sigurður.
https://www.mbl.is/vidskiptifr/frettir/2025/02/26/leyfismalin_valda_orkuskorti_a_islandi/
Mikið af lögum og reglugerðum sem EES-samningurinn hefur borið hingað frá Evrópusambandinu þarf að afnema og setja aðgengileg íslensk lög í staðinn þar sem það þarf. Meðan EES-samningurinn og afleiðingar hans eru í gildi verður lítil uppbygging í landinu.