Leyfisveitingakerfi EES veldur orkuskorti

Nú 32 árum eftir að Alþingi samþykkti EES-samninginn með 33 af 63 atkvæðum er betur að koma í ljós að lög og reglur Evrópusambandsins, sem samningurinn hefur skyldað Ísland til að lögfesta, setja miklar hömlur á uppbyggingu og atvinnustarfsemi. Talsmenn samningsins áttuðu sig ekki á að hann myndi verða hemill á atvinnulífið.

Nú viðurkenna forsvarsmenn atvinnulífsins að að „leyfismálin“, þ.e.a.s. lög og reglur um leyfisveitinarnar sem eru að mestu EES-regluverk, eru að stöðva uppbyggingu orkukerfisins. Lög um mat á Umhverfisáhrifum, vatnalög, lög um raforkukerfið osfrv. eru flókin og þung í meðförum.

Reglu- og lagaflækjum EES hefur verið mótmælt faglega gang eftir annann en án árangurs. EES-tilskipanirnar eru ætíð settar í lög og reglur án gagnrýninnar skoðunar. Tilskipanirnar hafa komið í hrotum allt frá árinu 2000 og gert stöðuna verri með hverri tilskipun.

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2021111.html

Samtök atvinnulífsins, Samband Ísleskra sveitarfélaga og Verkfræðingafélag Íslands hafa mótmælt á Samráðsgátt en ekki fengið við ráðið.

https://www.frjalstland.is/2023/09/12/ees-log-stodva-throun-byggdar/

Stjórnvöld Íslands hafa líka sjálf verið iðin við að setja höft á framkvæmdir, oft afsakað með umhverfisvernd, sjálfbærni og svipuðum slagorðum. Til dæmis er „Rammaáætlun“ tilraun til að friðþægja s.k. umhverfisverndarsinna en er í framkvæmd óskammfeilin tilraun til þess að setja höft á orkuframleiðslu.

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir:

Leyfismálin valda orkuskorti á Íslandi

Á útboðsþingi Sam­taka iðnaðar­ins (SI) í janú­ar var vak­in at­hygli á kostnaðar­sömu aðgerðal­eysi í virkj­un­ar­mál­um fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag. Fram kom að helstu op­in­ber­ir fram­kvæmdaaðilar gerðu ráð fyr­ir fram­kvæmd­um fyr­ir 264 millj­arða króna á þessu ári.

Lands­virkj­un er þar lang­um­fangs­mest með um 92 millj­arða króna fram­kvæmd­ir boðaðar á ár­inu. Sem er um 35% af öll­um fyr­ir­huguðum fram­kvæmd­um op­in­berra aðila á þing­inu.

Sig­urður Hann­es­son fram­kvæmda­stjóri SI benti á að raunút­boð Lands­virkj­un­ar á síðasta ári námu 38 millj­örðum króna. Í upp­hafi þessa árs gerði Lands­virkj­un hins veg­ar ráð fyr­ir fram­kvæmd­um fyr­ir 100 millj­arða en vegna tafa á leyf­is­veit­ing­um raun­gerðist ekki nema þriðjung­ur fyr­ir­hugaðra útboða.

Sig­urður full­yrðir að flók­in málsmeðferð leyf­is­mála vatns­afls­virkj­ana og lag­aramm­inn valdi kostnaðar­söm­um orku­skorti á Íslandi.

Það er bara staðan. Lands­virkj­un hef­ur verið með Hvamms­virkj­un í und­ir­bún­ingi í 25 ár. Lands­virkj­un taldi sig hafa farið í gegn­um allt ferlið og sótti um virkj­un­ar­leyfi um mitt ár 2021. Staðan tæp­um fjór­um árum seinna er sú að það rík­ir full­kom­in óvissa í mál­inu,“ seg­ir Sig­urður í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann.

Hvað varðar málsmeðferðina vakti það at­hygli á sín­um tíma hvað Orku­stofn­un var lengi að af­greiða málið. Fram að því var talað um að það tæki 30 daga að fá virkj­un­ar­leyfi, en málsmeðferðin tók tvö ár hjá stofn­un­inni. Hitt vanda­málið er lög­in. Héraðsdóm­ur felldi úr gildi virkj­un­ar­leyfi fyr­ir Hvamms­virkj­un þar sem leyfið sam­rýmd­ist ekki vatna­lög­um,“ seg­ir Sig­urður.

https://www.mbl.is/vidskiptifr/frettir/2025/02/26/leyfismalin_valda_orkuskorti_a_islandi/

Mikið af lögum og reglugerðum sem EES-samningurinn hefur borið hingað frá Evrópusambandinu þarf að afnema og setja aðgengileg íslensk lög í staðinn þar sem það þarf. Meðan EES-samningurinn og afleiðingar hans eru í gildi verður lítil uppbygging í landinu.

This entry was posted in EES, Orka, Umhverfismál, Uppbygging. Bookmark the permalink.