Íslenska lýðræðið í uppnámi

Alþingiskosningarnar 30 nóvember sl. sýndu að framkvæmd lýðræðis á Íslandi er í uppnámi. Um 28% landsmanna fengu ekki fulltrúa á löggjafarsamkunduna, nærri þriðjungur þjóðarinnar sem nýtur ekki þeirra grundvallar réttinda að hafa lýðræðisleg áhrif á landstjórnina. Það voru aðeins ríkisreknir flokkar sem komu mönnum á þing. Ríkisstjórnin sem mynduð var af þrem flokkum hefur um 40% landsmanna á bak við sig, minnihluta þjóðarinnar. Það er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að kosningarnar hafi mistekist og verið í raun árangurslausar. Ef ekki tekst að bæta framkvæmd lýðræðisins getur landið setið uppi með erlenda yfirstjórn, gjaldmiðil annarra þjóða og auðlindir í eigu útlendinga.

Áhrifalaus þriðjungur. Um 20% kjósenda greiddu ekki atkvæði og af þeim 215.216 sem greiddu atkvæði ónýttust 22.064. Það er 10,25% greiddra atkvæða en þau voru greidd flokkum sem ekki komust á þing vegna ákvæða um lágmark 5% til að hljóta þingsæti. Þetta þýðir að nærri þriðjungur, 28%, landsmanna, á engann fulltrúa á Alþingi! Það eru aðeins ríkisreknir flokkar sem komast á þing, það er flokkar sem styrktir eru úr ríkissjóði. Þetta fyrirbæri er í raun gróf spilling og eyðsla almannafjár í áróður útvaldra hagsmunaaðila sem hafa náð að koma sér fyrir í „kerfinu“ til þess að tryggja sér áhrif á stjórn landsins.

Stöðnun. Þessi spilling tryggir að ekki verður endurnýjun á Alþingi heldur halda gömlu flokkarnir í völdin þó þeir séu orðnir gagnslitlir og stuðningsfirrtir. Það er svo sem ekki einsdæmi að gamlir stórnmálaflokkar hangi lengi við völdin, í Evrópusambandslöndum er það sumstaðar nærri regla að nýjum flokkum er haldið utan landstjórnarinnar og þeir kallaðir „populistar“ eða „öfgaflokkar“. Aðdragandinn að síðustu kosningum hér var of stuttur fyrir nýjar hreyfingar að ná vopnum og tryggði gömlu flokkunum forskot.

Gamli fjórflokkurinn. Þeir flokkar sem komust á þing nú eru allir stefnulega afkvæmi gamla fjórflokksins sem kom hér á erlendri hersetu, erlendu tilskipanavaldi og afhentu flokksmönnum góð fyrirtæki í eigu almennings. Eftir að hafa misst völdin til Brussel gat fjórflokkurinn ekki stjórnað bankakerfinu sem hrundi í fang fyrri eigenda, almennings, með þeim afleiðingum að fjöldi manna missti eignir og viðurværi. Það blasir við að nýkjörið alþingi er líklegt til þess að þvælast á sömu braut og gamli fjórflokkurinn og afsala stjórn landsins enn frekar en orðið er til útlanda og jafnvel sólunda auð þjóðarinnar og gjaldmiðli og þar með efnahag landsins. Og ef illa fer þvæla Íslandi í stórstyrjöld.

Ný ríkisstjórn hefur aðeins minnihluta þjóðarinnar á bak við sig, tæp 40% og er í raun hrein kratastjórn í stíl við stjórnir Norðurlanda  síðustu 9 áratugina. Flokkarnir sem mynda stjórnina eru í raun með stefnumál sósíaldemókrata og samskonar utanrkispólitíska stefnu og krataflokkarnir þar. Stefnuyfirlýsingin sýnir að stjórnin ætlar að reka kratastefnu sem aðeins lítill hluti landsmanna styður i raun. Það er gamli kratahluti Sjálfstæðisflokksins sem greinilega ræður för og segir hinum flokkunum fyrir verkum. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/12/21/stefnuyfirlysing_rikisstjornarinnar_i_heild_sinni/

Tískustjórnmál verða ofarlega á baugi hjá nýrri ríkisstjórn og Alþingi, s.s. „loftslgsmál“ sem eru undir stjórn Evrópusambandsins en brýn nauðsyn að taka undir íslenska stjórn. Að öðrum kosti blasir við niðurrif atvinnugreina hér og óheyrilegur kostnaður í draumkenndar aðgerðir s.s. rafeldsneyti, rafskip, rafflugvélar, rafbíla, vindmyllur, mýragerð eða peningaaustur til Evrópusambandsins í losunarheimildir eða einhvers konar „kvóta“ eða sektir. Með EES-tilskipunum berast hingað margs konar tískusveiflur og óþarfar eða skaðlegar aðgerðir. Til dæmis er draumkennt og okurdýrt „hringrásarhagkerfi“ komið á koppinn og einn „orkupakkinn“ enn (sá 4.) á leiðinni sem er þegar farinn að valda miklum skaða í ESB-löndum. Afskipti ESB/EES af orkumálum Íslands hafa þegar valdið orkuskorti og uppsprengdu orkuverði.

Nýja kratastjórnin ætlar að reyna að koma landinu í Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu væntanlega eftir að helstu árósðursmiðlarnir eins og Ríkisútvarpið verða búnir að útvarpa lofrullum og trúverðugum ósannindum um ESB. Aðferðir Ríkisútvarpsins í aðdragand síðustu kosninga gefa hugmynd um hvað verður ef á að kjósa um um aðild að Evrópusambandinu sem verður æ ókræsilegri fyrir Ísland. Sambandið er orðið fátækrasvæði miðað við Ísland. Það er byrjað að leysast upp og ein helsta viðskiptaþjóð okkar er þegar gengin út. Sambandið á í versnandi efnahagsvanda og orkukreppu vegna „loftslagsaðgerða“ og refsiaðgerða gegn sínum bestu birgjum. Og er með einbeittum vilja nú farið að þróast í hernaðarbandalag.

Áróður frá Bandaríkjunum, Bretlandi, NATO og ESB hefur komið því inn hjá okkar stjórnmálamönnum að Rússar séu i þann mund að ráðast á Vestur-Evrópu https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-28-utanrikisradherra-faelingarmattur-i-vidveru-herlids-431847. Staðreyndin er að Bandaríkin og NATO/ESB-lönd hafa egnt Rússland út í stríð með valdaráni, hernaði gegn rússneskum íbúum Úkraínu, svikum á Minsksamningunum, svikum um NATO þenslu, falsáróðri og ólöglegum refsiaðgerðurm og stórþjófnaði (samsvarandi um 600 milljörðum bandaríkjadala). Ísland hefur gerst aðili að stríði gegn Rússlandi sem hefur reynst ein traustasta vina- og viðskiptaþjóð Íslands. Fjöllunum hærra ganga hérlendis heimskulegar hugmyndir um „auknar varnir“. Það þýðir að heriðnaðarsamstæða Bandaríkjanna og annarra NATO landa fær að stórgræða á hergagnaframleiðslu sem engin þörf er fyrir. https://www.frjalstland.is/2023/12/19/stridsundirbuningur/

Herstöð Bandaríkjanna hér er nú verið að endurreisa. Þegar eru komnir hundruðir hermanna og hernaðarumsvif komin í gang og stórar áætlanir um framkvæmdir. Þegar íslendingar voru teknir inní NATO var það með því fororði að hér yrði ekki her á friðartímum og á öðrum tímum aðeins með ákvörðun Íslendingar sjálfra. Þetta var að sjálfsögðu þverbrotið strax á sínum tíma eins og NATO var von og vísa og nú er verið að þverbrjóta þetta aftur.

Endurbæta þarf framkvæmd lýðræðisins sem fyrst. Það er ekki nóg að lækka 5%-þröskuldinn. Það þarf að einfalda reglur um framboð svo nýir kraftar komist að. Bein leið út úr fáokunar- og stöðnunarvanda íslenska lýðræðisins er að koma á einstaklingskjöri í stf. flokkakjöri. Afnema þarf ríkisstuðnings við flokkarna en í staðinn mætti veita ákveðnum styrkjum til jafnræðis i vel skilgraindar kynningar og jafnvel útsendingartíma í ríksfjölmiðlinum.

 

Úrslit Alþingiskosninga í nóvember 2024


Atkvæði


%


Breyt.

Kjörd.
sæti

Jöfn.
sæti

Sæti
alls


Breyt.


Á þingi

S

44.091

 20,8%

 +10,9%

14

1

15

+9

Þingflokkur
D

41.143

 19,4%

 -5,0%

12

2

14

-2

Þingflokkur
C

33.606

 15,8%

 +7,5%

10

1

11

+6

Þingflokkur
F

29.288

 13,8%

 +5,0%

7

3

10

+4

Þingflokkur
M

25.700

 12,1%

 +6,7%

8

0

8

+5

Þingflokkur
B

16.578

 7,8%

 -9,5%

3

2

5

-8

Þingflokkur
J

8.422

 4,0%

 -0,1%

0

0

0

0

P

6.411

 3,0%

 -5,6%

0

0

0

-6

V

4.974

 2,3%

 -10,3%

0

0

0

-8

L

2.215

 1,0%

 +1,0%

0

0

0

0

Y

42

 0,0%

 -0,1%

0

0

0

0

Fela 3 flokka án þingmanna
Á kjörskrá: 268.422
Kjörsókn: 215.216 (80,2%)
Útreikn. jöfnunarsæta

Talin atkvæði: 215.216 (100,0%)
Auð: 2.438 (1,1%); Ógild: 308 (0,1%)
Uppfært 1.12.2024 | 12:40

https://www.mbl.is/frettir/kosningar/results/

This entry was posted in EES, Fjölmiðlar, Utanríkismál. Bookmark the permalink.