EES-samningurinn er ekki marktækur

Guðmundur Alfreðsson, lögfæðingur í þjóðarétti hjá Sameinuðuþjóðunum, sagði þegar EES-samningurinn komst á dagskrá að hann samrýmdist ekki stjórnarskránni (Morgunblaðið 23.6.1992). Samningurinn tekur löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald til erlendra stofnana í andstöðu við stjórnskipun landsins. Um bókun 35 sagði hann að samningsloforð um forgang EES-reglna væri ekki marktækt.

Þáverandi utanríkisráðherra, Jón Hanníbalsson, fékk fjóra lögfræðinga til þess að meta hvort EES-samningurinn samrýmdist stjórnskipunarlögum landsins. Þeir skiluðu mati sem Morgunblaðið birti 8.7.1992. Matið er langloka á nærri 4 heilsíðum Morgunblaðsins. Margt í matinu hefur lítið með málefnið að gera sem hverfur bak við óþarfa orðaflaum eins og oft gerist með álit ráðgjafa.

Um bókun 35 segja fjórmenningar Jóns Hannibalssonar:

-í ríkjum Evrópubandalagsins eru reglur þess settar af stofnunum EB án þess að atbeini þjóðþinga komi þar til nema í takmörkuðum mæli. Reglur EB eru rétthærri en réttarreglur hvers ríkis um sig. — Þessi skipan mála mun ekki, þó að EES-samningurinn verði fullgiltur, gilda hér á landi — Ísland hefur engu að síður skuldbundið sig að þjóðarétti á þann hátt sem segir í bókuninni (það er að EES-reglur gildi ef til árekstra við landslög kemur!).

Úr bókun 35: „ -Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum-“

Fjórmenningar Jóns Hanníbalssonar segja: — „ við höfum tekið til athugunar hvort sameiginleg áhrif samningsins geti falið í sér óheimilt valdframsal—. Við teljum það ekki vera“—

Reynsla þriggja áratuga sýnir að þetta mat var rangt. Evrópusambandið hefur með EES öðlast hér löggjafarvald í raun og sett hér þau lög sem því sýnist. Alþingi hefur ekki hafnað EES-valdboðum heldur sett þau í lög möglunarlaust

Guðmundur taldi að EES-samningurinn kalli á stjórnarskrárbreytingu og að fráleitt væri að a breyta stjórnarskránni með lögfestingu milliríkjasamnings (EES-samningsins).

Guðmundur sagði: „ Bókun númer 35 með samningnum þrengir sömuleiðis mjög að löggjafarvaldinu. — Samkvæmt íslenskum stjórnskipunarrétti getur Alþingi og forseti sett ný lög og breytt eldri lögum eins og þeim sýnist og stjórnarskráin heimilar ekki að þessi réttur verði takmarkaður með lögum eða milliríkjasamningum. Svona samningsloforð um forgang EES-reglna er því ekki marktækt nema sem einhver almenn stefnu- eða túlkunaryfirlýsing“—

This entry was posted in EES. Bookmark the permalink.