Venezúela

/Myndin er úr Best Diplomats https://bestdiplomats.org/largest-oil-reserves-by-country/

Hin ríku Vesturlönd, sem við höldum að séu heimili lýðræðis og sanngirni, hafa haldið mörgum fátækari löndum í örbirgð og einangrun með viðskiptahöftum, fjáraustri í spillingaröfl, valdaránum, manndrápum og ránum. Þetta á sérstaklega við lönd þar sem er að finna verðmætar auðlindir sem stórfyrirtæki Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og fleiri Vesturlanda vilja komast yfir, t.d. Íran, Vietnam, Guatemala, Síle, Írak, Afganistan, Sýrland, Lybiu, Úkraínu, Palestínu. Og nú beinast áætlanirnar gegn Venezúela, olíuríkasta landi heims.

Drottnun stríðsvelda Vesturlanda, Bandaríkjanna, Evrópusambandslanda og Bretlands, yfir heimsbyggðinni er í upplausn. Tilraunir til að leggja undir sig lönd og komast í auðlindir þeirra, með samningssvikum, efnahagsþvingunum og hernaði, mæta nú allt sterkari andstöðu. Sjálfstæðar þjóðir heims eru farnar að taka sig saman og vinna samkvæmt nýju og fjölþættara heimsskipulagi samskipta þar sem svik, hótanir, ofbeldi, hernaður, þjófnaður og landvinningar ráða ekki för. Meðal ört vaxandi fjölda BRICS-landa eru stórþjóðir, Rússland, Kína, Indland, Íran og Brasilía sem láta stríðveldin ekki vaða ofan í sig,

Venezúela er nú í skotsigti stríðsveldanna. Lýðræðislega kjörinn forseti Venezúela, Nicolas Maduro, hefur sætt ofsóknum stríðsveldanna um árabil. Þau krýndu náunga að nafni Juan Guaido sem forseta 2019 sem var þeirra hlýðni leppur. Og nú eftir sigur Nicolas Maduro á Edmundo Gonzales í nýafstöðnum kosningum eru stríðsveldin að setja aukinn kraft í að velta Maduro úr embætti og komast í olíulindirnar. https://www.aljazeera.com/news/2024/7/29/maduro-claims-victory-in-disputed-venezuela-election-results-whats-next

Hjá fjölmiðlum Vesturlanda gengur maður undir manns hönd við að gefa út falsfréttir um Venezúela og Maduro.

Hættuleg stríðslönd. Það hefur reynst hættulegt fyrir mörg minni lönd að skipta við stríðslöndin, þau hafa oft níðst á veikburða löndum að vild. Þekkt er 65 ára útilokun Bandaríkjanna á Kúbu, 75 ára þvinganir gegn Norður Kóreu. Og valdaránin í Íran, Guatemala, Congo, Dominicu, Suður Víetnam, Síle og Úkraínu. Gamalgrónar og viðvarandi stríðsæsingar gegn Rússlandi hafa leitt til sundrungar Evrópu og hafa verið að þróast í grímulausar stríðshótanir sem Evrópusambandið og NATO gera sig nú sek um.

Olíuauður Venezúela er sá stærsti á heimsvísu, um 300 milljarðar tunna af hráolíu. Allar þekktar birgðir í jörðu á heimsvísu hafa í meir en heila öld verið taldar endast í um 60 ár. Áætlunin um birgðir í jörðu hefur vaxið frekar en hitt, ein af ástæðunum er að vetniskolefnin myndast stöðugt í iðrum jarðar svo erfitt er að spá um magnið.

Átroðsla stríðsveldanna á Venezúela og fleiri lönd mætir nú sterkri andstöðu, meðal annars BRICS-landa sem hafa styrk til þes að bjóða stríðsveldunum birginn.


Forusta hernaðarvelda Vesturlanda og „alþjóðastofnana“ þeirra er að renna sitt skeið á enda, ef vel fer er Venezúela eitt síðasta landið sem sætir ofsóknum og árásum þeirra.

Ísland er öfugum megin átakalínunnar og hefur látið þvæla sér í lið stríðsveldanna í ESB og NATO í staðinn fyrir að leggja allan kraft í að standa utan átaka. Vopnaskak sríðsveldanna er orðið svo ógnandi að Ísland verður sem vopnlaus þjóð að draga sig úr stríðsæsingum þeirra.

https://www.frjalstland.is/2022/07/31/vesturlond-glata-forustuhlutverkinu/

This entry was posted in EES, Utanríkismál. Bookmark the permalink.