Múgur og margmenni vill nú framleiða „rafeldsneyti“ eða „vistvænt eldsneyti“. Það skal vera „sjálfbær“ framleiðsla, helst úr reyk og vatni eða lofti. Góð fyrirtæki þjóðarinnar eru með áætlanir. Umboðsmenn standa í biðröðum að fá að reisa vindmyllur.
Múgurinn trúir því að einhverjir fáist til að borga fyrir “vistvænu orkuna”, allavega losunarkvótakerfi Evrópusambandsins.
Einn (sem ætlaði að framleiða eldsneyti úr jarðgufugasi og vatni úti í Svartsengi) ætlar sér að framleiða „ódýrasta vetni í heimi“ (Mbl. 19.1.2023). Einn frá Frakklandi ætlar sér að framleiða „vistvænt eldsneyti“ s.s. vetni fyrir orkuskipti á Grundartanga (Mbl 26.1.2023). Einn ætlar að framleiða ammóníak beint úr vatni og lofti (Mbl 30.1.2023). Landsvirkjun þjóðarinnar dreymir um vindmyllugarð og framleiðslu „rafeldsneytis“, vetnis eða jafnvel ammoníaks til útflutnings. Tugir umboðsmanna standa í biðröð og ætla að reisa og reka vindmyllur. Famleiðsla hauglofts og lífdísils úr mykju í „líforkuveri“ í Eyjafirði er ein hugmynd. (Mbl 19.1.2023)
Framleiðsla „vistvæns eldsneytis“ krefst miklu meiri orku en fæst úr því við notkun og kostar miklu meira en jarðefnaeldsneytið sem Jörðin sjálf framleiðir okkur að kostnaðarlausu.
Rafeldsneyti er vetni frá rafgreiningu eða efni úr því. Vetni er dýrt, óhagkvæmt og hættulegt eldsneyti, flyst og geymist (fljótandi) við 250 gráðu frost. Hver líter gefur af sér við notkun um 20% af orkunni sem díselolía gefur. Það þarf helmingi meiri orku til framleiðslunnar en fæst við notkunina, til að framleiða eldsneyti úr vetninu, s.s. metanól úr vetni og koltvísýring, þarf meir en tvöfalt meiri orku en tréspírinn skilar sem eldsneyti. Ósjálfbær framleiðsla. Dreifing vetnis er dýr og stórslysahættuvaldur. Vetni gæti frekast nýst sem eldsneyti stórra flutningaskipa.
https://www.frjalstland.is/2020/10/28/graent-vetni/
Ammóníak er eitrað og gefur hættulega mengun sé það notað sem eldsneyti. En ammóníak er hráefni í áburðarframleiðslu eins og var í Gufunesi í hálfa öld (það var “græn“ framleiðsla, enginn koltvísýringsútblástur) þar til fjáraflamenn í flokki landsstjórnenda, sem fengu verksmiðjuna, lokuðu henni.
Haugloft (metan) er ómeðfærileg lofttegund nema þar sem er hægt að tengja brennara notandans beint við við metanframleiðslustaðinn með röri, til heimilisnota og iðnaðarhitunnar
Vindmyllur eru stopular, óhagkvæmar og ósjálfbærar. Í nágrannalöndum Íslands fá eigendur og rekendur gróða vegna rausnarlegra „grænna“ fjárframlaga frá skattgreiðendum. Orkukerfi sem byggja mikið á vindmyllum selja dýrustu orku á heimsvísu, (Danmörk, Þýskaland, England ofl.). Þeir sem eiga þær og reka græða á háu orkuverði og fjárframlögum almannasjóða..
https://www.netzerowatch.com/payments-for-windfarms-to-switch-off-soar-to-quarter-billion-pounds/
Sammerkt með „vistvænu“ eldsneytisverksmiðjunum og vindmyllunum er að tæknin er oft léleg, stundum vafasöm og að miklu leyti ósönnuð og framleiðslan afkastalítil og óhagkvæm og kemst ekki nálægt því að geta uppfyllt þarfir nútíma þjóðfélags. Rafeldsneytisverksmiðjur, vetnisverksmiðjur, ammóníakverksmiðjur, metanólverksmiðjur, metanverksmiðjur, gerjunarbraggar koma að stórum hluta í fang skattgreiðenda þegar múgurinn og margmennið (og ESB með kvótakerfin og „grænu“ lygaviðskiptin) hafa gefist upp fyrir náttúrulögmálunum. Sú uppgjöf er þegar hafin í Evrópusambandinu þar sem verið er að opna kolanámur og gaslindir.
https://www.theatlantic.com/photo/2023/01/luetzerath-protests-german-coal-mine-expands/672696/
https://www.frjalstland.is/2021/10/08/vindmyllur-og-orkukreppan/
Jörðin sjálf framleiðir með eign kjarnorku orkuríkasta og besta eldsneyti sem kemur til greina fyrir mannkyn að nota. Mennirnir geta aldrei komist nálægt því að framleiða eins gott eldsneyti nema með því að eyða öðrum auðlindum jarðar á óhóflegan og ósjálbæran hátt.
Brennslugasið, koltvísýringur, spillir ekki lofthjúp jarðar, fullyrðingarnar um það eru ósannaðar tilgátur á ófullkomnum vísindagrunni. Það getur ekki orðið of mikið af koltvísýring í lofthjúpnunm, grængróðurinn og sjórinn taka upp allt sem fellur til og gróðurvöxtur eykst með auknu magni í loftinu.
https://www.frjalstland.is/2021/12/10/kolefnissporid-er-ny-gryla/
Að nota íslenskar orkuauðlidir til að framleiða „vistvænt eldsneyti“ er „varmaaflfræðilegt sjálfsmorð“, eyðsla verðmætrar orku í ósjálbæra starfsemi, ávísun á tap fyrirtækja og samfélags. Að reisa vindmyllur á Íslandi er eins og að rækta arfa í aldingarði. Þær verða rifnar við ærnum kostnaði þegar almenningur vill ekki lengur borga tapið. Rafeldsneytisframleiðsla og vindmyllur geta lagt íslenska orkukerfið í rúst og söðlað ofurskuldum á íslensku þjóðina.
https://www.frjalstland.is/2022/02/11/orkuskiptin-eru-draumorar/
English summary: Using electric energy to produce „green fuels“ is unsustainable, a „thermodynamic suicide“ and a waste of valuable energy. Earth produces far better fuel than humans can produce sustainably. The climate effect of burning carbon containing fuel is negligible but benefits are to plant growth. Windmills will be demolished at high costs when taxpayers get tired of paying the economic losses of operating unreliable power supply. Proliferation of windmills and „green fuel“ production could sink Iceland into unsustainable public debt.
Friðrik Daníelsson, Chemical engineer