Alþingi hefur í lok 152. þings verið að þæfast með rammaáætlunina um nýtingu orkuauðlinda. Eitthvað lítið kom út þó sk. „3. áfangi“ hafi að lokum verið samþykktur. Guðlaugur loftslagsráðherra var að sögn sáttur. Rammaáætlunin hefur reynst vera herbragð til að stemma stigu við auðlindanýtingu.
Rammaáætlunin er byggð á þeirri meinloku að virkjanir spilli alltaf umhverfinu og það þurfi að tímaraða umhverfisfórnunum. Það eru árnar sjálfar sem spilla alltaf fossunum, Jökulsá á Fjöllum er að eyðilleggja fossstæði Dettifoss, Hvítá er að eyðileggja Gullfoss. Ferðamannafossarnir verða að flúðum sem ferðamenn forðast. Til að bjarga þeim fyrir ferðmenn framtíðarinnar þarf að leiða árnar framhjá fossstæðunum þegar sem mestur jakaburður er, fanga jakana og senda vatnið gegnum hverfla í manngerðum hellum neðanjarðar: Sem sagt að virkja árnar! Virkjanafyrirtæki og orkuauðlindir landsins eru að mestu í eigu þjóðarinnar ennþá og Alþingi þarf hvort sem er að heimila virkjanirnar. Rammaáætlunin er óþörf.
Vindmylluhagkerfið. Katrín forsætisráðherra heldur að verði arður af vindmyllum: -að strax þyrfti að setja ramma um hvernig arður af vindorku rynni til þjóðfélagsins. (RÚV 17.6.2022) Reynsla nágrannalanda okkar sem lengst hafa haft vindmyllugarða sýnir að það er enginn arður af þeim, aðeins tap sem þjóðfélagið þarf að borga. Orkan er dýrust í vindmylluhagkerfum ESB, Þýskalandi og Danmörku þar sem lengst reynsla er komin á vindmyllugarðana. Þeir eru reistir og reknir með umfangsmiklum niðurgreiðslum frá viðkomandi þjóðfélögum. Þeir leiða af sér verri lífskjör og valda slæmum umhverfisspjöllum og mæta vaxandi andstöðu. https://www.frjalstland.is/2021/10/08/vindmyllur-og-orkukreppan/
„Græna“ upphlaupið gegn jarðefnaeldsneyti vegna meintra „loftslagsáhrifa“ er smám saman að hjaðna enda byggt á fölsunum. ESB-lönd eru nú að afnema bönnin á jarðefnaeldsneyti. Þýskaland, Austurríki og Holland ganga á undan og eru að setja í gang kolaorkuver til að vinna gegn orkukreppunni sem baráttan gegn jarðefnaeldsneyti hefur orsakað. „Loftslagsstefna“ Íslands er frá ESB og hefur borist hingarð með tilskipunum vegna EES-samningsins. Valdboð ESB um „loftslagsmál“ eru nú orðin ómark.
Stjórnvöld í ESB og NATO-löndum kenna Rússum um orkukreppu Vesturlanda sem hefur verið að grafa um sig í 20 ár og er vegna óhagkvæmra vindmyllugarða og sólorkuvera og ótímabærra lokana kola-, gas- og kjarnorkuvera. Viðskiptabönn ESB og NATO á eldsneyti frá Rússlandi koma verst niður á þeirra eigin löndum sem verða nú að borga meira fyrir eldsneyti frá fjarlægari birgjum og bíða lengur eftir afhendingu. Það eru ESB og NATO en ekki Rússar sem settu bönnin á og skjóta sig með því í fótinn! Raforkuna fá ESB-lönd að mestu úr eigin orkuverum, m.a. vindmyllum og sólorkuverum sem anna ekki þörfinni og eru auk þess dýr í rekstri. https://www.frjalstland.is/2022/04/03/vaxandi-fataekt/
English summary
The Icelandic Parliament finally passed the so called 3. stage of a harnessing plan for the energy resources in Iceland. The „climate“ minister seems to be happy with it. The plan contains restrictions on the utilisation of Icelandic energy resources. The prime minister thinks windmill parks will give profit to the society ignoring the fact that windmill parks in neighboring countries give no profit only losses that the host society has to carry. The EU green policy is now going up in smoke as member states increase use of coal. EU and NATO leaders try to blame the energy crisis on Russia while the cause is their own wrong „green“ policy for the last 2 decades.