Norsku samtökin Nei til EU, sem berjast gegn veru Noregs í EES, vinna á mörgum vígstöðvum og með ýmsum öðrum félögum og samtökum, verklýðsfélögum, fagfélögum en einnig með stjórnmálaflokkum sem vilja losa Noreg undan EES. Samtökin eru öflug og margmenn og hafa haldið sjálfstæðismálum Noregs í umræðunni í langan tíma og hafa mikinn stuðning í Noregi. Meðal mála sem nú eru á dagskrá og líka hafa þýðingu á Íslandi eru:
ACER í dómstólana. Nei til EU hefur með aðstoð löglærðra komið því til leiðar að 3. orkupakki ESB er nú til skoðunar hjá dómstólum Noregs. Samtökin segja að lögin og reglugerðirnar í pakkanum taki völdin yfir orkumálum Noregs til ESB og spilli orkukerfinu og séu stjórnarskrárbrot og honum þurfi að hafna. Einnig þurfi að stöðva allar ókomnar tilskipanir um orkumál, þar með talið orkupakka 4. Alþingi Íslands hefur þegar samþykkt 3. pakkann fyrir Ísland. https://neitileu.no/aktuelt/all-lopende-energitilpasning-til-eu-og-acer-ma-opphore
Uppkaup erlendra aðila á norskum fyrirtækjum til að leggja þau niður er bannað samkvæmt norskum lögum sem giltu fram til EES, en leyfilegt samkvæmt EES. Nei til EU vill að norsku lögin verði aftur sett í gildi og óþörf lokun vinnustaða vegna brasks erlendra auðmanna verði bannað eins og lengi var. https://neitileu.no/aktuelt/hydros-salg-av-valseverk-og-eos-avtalen
Heilbrigðissamband ESB, sem kemur til Noregs með EES, er ekki fýsilegt fyrir Noreg sem er á undan flestum ESB löndum í heilbrigðismálum. Slíkt heilbrigðissamband mundi gefa ESB-nefnd (HSC) valdheimildir til að gefa út tilskipanir um heilbrigðisaðgerðir. Norðmönnum óar við að láta ESB stjórna heilbrigðismálum, þar með talið lyfjamálum, og hefur reynslan af Covid 19 og bóluefnasamvinnunni sýnt hættuna sem stafar af stjónarháttum ESB. https://neitileu.no/aktuelt/en-kur-for-alt
Leigubílaóreiðan. Breytingar á regluverki um leigubílaakstur vegna EES hefur valdið glundroða. Nei til EU segir að það hafi verið eftirlitsstofnun EES, ESA, sem keyrði leigubílana út í skurð. Leigubílar eru orðnir dýrari, bílstjórarnir fleiri og fátækari. Nei til EU varaði við breytingunum fyrir fyrir mörgum árum. https://neitileu.no/aktuelt/taxihavari-med-eos