Græna glýjan

Tískustjórnmál berast með EES til Íslands í stríðum straum, nú er „grænt“ og „sjálfbært“ í tísku og aðalmál tilskipananna sem berast frá ESB. Þegar skyggnst er í textann kemur í ljós að mest er verið að setja höft á eldsneytisnotkun. Traustan vísindalegan grundvöll fyrir höftunum skortir en samt sem áður senda stofnanir hinna alþjóðlegu samtaka, Sameinuðu þjóðanna, sem og ESB og loftslags skrumarar, frá sér stöðugan hræðsluáróður um yfirvofandi hamfarahlýnun vegna eldsneytisbrennslu.

https://www.frjalstland.is/loftslagsvisindi-hrjad-af-folsunum/

Grænn“. Tískuorðið „grænn“ á skilja sem lýsingu á athöfnum sem ekki valda umhverfisspjöllum. En í tískusveiflum ESB/EES og Sameinuðu þjóðanna hefur skilningurinn verið að færast í að þýða eitthvað sem ekki myndar koltvísýring. Þekking þeirra sem komu þessum skilningi i tísku er ekki meiri en svo að andstæðan er sönn: Aukinn koltvísýringur gerir jörðina grænni! Ýmsar „grænar“ aðgerðir, tilraunir til að útrýma jarðefnaeldsneyti, hafa reynst valda umhverfisspjöllum án þess að hafa teljandi áhrif á koltvísýringsútblásturinn en obbinn (97%) af honum kemur frá náttúrunni sjálfri. Rafbílar, sólarpanelar, vindmyllur, viðarorkuver og lífeldsneyti úr jurtum eru dæmi um „grænna“ orku sem spillir umhverfinu, gegnur á skóga, ræktarland og auðlindir jarðar. (Sjá kvikmynd Michael Moore: Planet of the humans https://www.frjalstland.is/2020/04/27/michael-moore-afhjupar-graenu-orkuna/).

Sjálfbær“ á að skilja sem strafsemi sem ekki spillir umhverfinu eða eyðir upp auðlindum þó starfsemin haldi áfram án enda. Þegar að er gáð er starfsemi manna yfirleitt ekki „sjálfbær“. Vankunnáttan í þessu tilviki felst í að auðlindanýting krefst almennt aðgerða sem þarf að endurtaka aftur og aftur á mislöngum tíma. „Sjálfbærar“ virkjanir, vindmyllur og sólarpanelar verða á endanum umhverfisspillandi úrgangur, sumar á nokkrum árum og spilla stórum grónum svæðum og lífríki. Rafhlöður endast stutt og valda miklum óendurkræfum umhverfisskemmdum við námuvinnslu., Lífræn ræktun þarf meira land en venjuleg ræktun, gefur minna af fæðu og eyðir næringarefnum úr jarðveginum sem verður ófrjósamur. Framleiðsla eldsneytis úr jurtum, lífdísel og alkóhól, tekur land frá fæðuframleiðslu og sprengir upp verð á matvælum og spillir landi með einhæfri ræktun.

Jarðefnaeldsneyti. Nám jarðefnaeldsneytis er sagt ósjálfbært, bæði er að olían eyðist og brennslan er sögð valda loftslagsbreytingum. En þróunin hefur verið sú að síðustu öldina hefur olíumagnið sem erftir er í jörðu verið endurmetið reglulega og talið nokkuð óbreytt þrátt fyrir vinnslu. Raunveruleikinn er sá að enginn veit hvað er eftir í jörðu. Færustu efnafræðingar benda á að jörðin framleiðir stöðugt jarðefnaeldsneyti úr kalkseti og myndar þannig djúphringrás kolefnis. Kolefnið sem brennt er yfirgefur ekki jörðina heldur nærir jurtalífið og byggir upp kalksetlög. Hversu hratt olían myndast í jörðinni veit enginn en olíulindirnar hafa víða endurnýjast neðanfrá eftir hvíld. Til langs tíma er ljóst að skortur á jarðefnaeldsneyti er ekki yfirvofandi á næstu öldum. En umhverfisvísindin, sem eru flókin og stutt komin, geta ekki svarað lykilspurningum um auðlindir jarðar og eru þess vegna þægilegt tæki falsara og lýðskrumara við að bera út hræðsluáróður um loftslagsbreytingar, ósjálfbærni og auðlindaþurrð.

Alþingi á nú að samþykkja sakleysisleg EES-lög um „fjárhagslegar viðmiðanir“ https://www.althingi.is/altext/151/s/0348.html sem innleiða m.a. tilskipun um fjármögnun í „græn“ og sjálfbær verkefni sem eru af ESB talin hamla gegn loftslagsbreytingum. https://www.efta.int/sites/default/files/documents/legal-texts/eea/other-legal-documents/solr/translated-legal-acts/icelandic/i32019R2089.pdf Stefna ESB um s.k. græn mál á ekki stoð í traustum vísindum sem þýðir að góð fjárfestingaverkefni geta orðið útundan fái regluverk ESB/EES að ráða.

Sannleiksráðuneyti ESB mun hvelfast yfir á bankana hér sem í framkvæmd eru undir stjórnsýslu ESB v/EES, þeir munu reyna að aðlagst þessum nýju „grænu“ kröfum og láta „grænar fjárfestingar“ njóta forgangs. ESB ætlar að setja reglugerð (https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/PDF/?uri=CELEX:32019R2088&from=EN) til að sporna gegn „grænni upplýsingaóreiðu“, í raun ritskoðun í dulargerfi sannleiksástar yfirvalda eins og venjulega, til þess að gefa út opinberan sannleik ESB og að stöðva eðlilega þróun vísinda. Og ríkisstjórn Íslands, sem hefur haft áhyggjur af „upplýsingaóreiðu“ og verið höll undir sannleik ESB, vill hanga í tískunni, hefur komið af stað „grænum“ viðskiptahraðal til að efla það „græna. Líka á að koma hugmyndafræði ESB um „hingrásarhagkerfið“ af stað. Þar er líka vanþekking að baki, afkastamestu hringrásarkerfin, moldin og eldurinn, eru ekki tekin með í reikninginn.

Blekkingaleikur ESB. Á sama tíma og ESB neyðir sín leppríki til að nota dýra orku frá „grænum og sjálfbærum” orkuverum eru byggð hagkvæm kolaorkuver https://www.bbl.is/frettir/frettaskyring/thyskaland-losar-2489-tonn-af-co2-a-ferkilometra-en-island-er-samt-sagt-losa-meira-med-60-tonn-a-ferkilometra og gerðir kaupsamningar um kaup á jarðefnaeldsneyti í ESB. En það er gott og sjálfsagt samkvæmt regluverki ESB ef þeir sem brenna geta keypt „græn vottorð“ til að veifa í blekkingaskini framan í orkukaupendur sína. Eða keypt losunarheimildir fyrir koltvísýring, „kolefniskvóta“. Blekkingarnar um loftslagsbreytingarnar eru því ekki aðeins um „vísindin“ heldur líka til að fela fjárplógsstarfsemi og brask og blekkja auðtrúa kjósendur og skattgreiðendur til að borga meira.

This entry was posted in EES, Umhverfismál. Bookmark the permalink.