ESB-lög hrannast upp

Ríkisstjórnin hefur síðustu árin lagt um 200 mál til samþykktar Alþingis árlega, 25-35% þeirra vegna EES-samningsins. Alþingi á samþykkja 50 EES-tengd mál á þessu þingi. EES samningurinn afsalar löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi til ESB og er samþykkt alþingis á tilskipunum ESB aðeins formsatriði. Íslensk laga- og reglugerðasöfn færast stöðugt meira í horf ESB. Afleiðingin er úrræðaleysi og hömlur á heimastjórn Íslendinga.

https://www.frjalstland.is/thingmalaskra-151-loggjafarthings-2020-2021-ees-mal-11-11-2020/

Alþingi hefur engin áhrif á EES-tilskipanir (eða „gerðir“) sem settar eru í lög eða reglugerðir á Íslandi, samþykkt Alþingis á þeim er formsatriði. Þær eru alfarið samdar af ESB sem ákveður hverjar eigi að gilda á EES, nefndir og ráð EES stjórna því heldur ekki enda ekki með lýðræðislegt umboð. Alþingi hefur aldrei neitað að setja EES-lög. Sumar lagabreytinganna eru vegna umþóttana eftirlitsskrifstofu og dómstóls EES sem fylgjast með hlýðni við EES-ákvæðin. EES-samningurinn er í framkvæmd þverbrot á stjórnarskrá landsins og lýðræðislegri stjórnsýslu. ESB-regluverkið verður stöðugt umfangsmeira og flóknara, langt yfir það sem hið fámenna Ísland hefur þörf fyrir og getur tekið við. Kostnaðurinn og stöðnunaráhrifin á samfélagið vaxa stöðugt.

Í listanum yfir EES-þingmál 2020-2021 eru meðal annars eftirfarandi:

Eign útlendinga á fasteignum og auðlindum, breytingar á lögum og fleiri lög boðuð. EES kveður á um jafnan rétt ESB-aðila á við íslenska til eignarhalds fasteigna. Ekki er líklegt að Alþingi þori að hrófla við því meðan EES er í gildi. Ríkisstjórnin hefur þó ennþá tafið að gefa ESB aðilum jafnan rétt til að virkja orkuauðlindir (Svar forsætisráðuneytis við fyrirspurn um úthlutun nýtingarréttar orkuauðlinda). Það á eftir að koma í ljós hvort ríkisstjórnin ætlar að reyna leiksýningu um eignarhald útlendinga svipað og gert var 29. júni s.l. með lögum um eignarráð fasteigna (150. þing, mál 715) sem breyttu ekki grunnrétti ESB-aðila til að kaupa land.

Stjórnsýslunefndir, lagabreytingar um starfsemi stjórnsýslunefnda sem framvegis er ætlað að leita álits EES-dómstólsins. Eins og kunnugt er eru stjórnsýslunefndir farnar að tefja uppbyggingu og taka ákvarðanir sem ráðherrar og sveitastjórnir, lýðkjörið vald, eiga að taka.

Útlendingar, lagabreytingar m.a. vegna Schengen. Sá samningur reyndist marklaus og varð til þess að inn til ESB, og þar með til EES og Íslands, slapp flóð af ungum mönnum frá þróunarlöndum sem fara stjórnlaust um EES-svæðið vegna Schengen-ákvæða m.a.

Fjármálastarfsemi, fjöldi lagabreytigna en fjármálastarfsemi er að miklu leyti orðin undir stjórnsýslu ESB. Flækjustigið vex stöðugt.

Lækningatæki, lög sem setja viðskiptahöft ESB á kaup lækningatækja en íslenkt heilbrigðisfólk hefur notað þróuð tæki frá t.d. Bandaríkjunum og notið góðra kjara þar.

-Leigubílaakstri á að breyta í andstöðu við marga í atvinnugeiranum.

Fjarskipti, breytt lög um fjarskipti gera þau háðari fáokun og hömlum ESB.

Hafnalög, breyting í átt að ESB-regluverki setur óþarfar flækjur.

Flugmál, lög um flug samkvæmt hugmydum ESB um umhverfisvernd ofl. Afnám kvaða á íslensk flugfélög um að kaupa koltvísýringslosunarheimildir ESB er ekki á dagskrá.

Niðrudæling koltvísýrings í jarðlög, jarðfræðitilraunir sem eiga ekki heima í lögum.

Úrgangsförgun. Breytingar á lögum um meðferð á rusli („hingrásarhagkerfi“ ESB). Tískustefna sem gerir sorpförgun dýrari og oft skaðlegri fyrir umhverfið og er ekki frambúðarlausn.

Kolefnishlutleysi, breytingar á lögum um „loftslagsmál“. Enn frekari lögleiðing á ofurdýrum „loftslagsaðgerðum“ ESB. Engar alþjóðlegar skuldbindingar binda Ísland til að taka þátt í þeim.

Fjöldi ályktana um umhverfismál og fjármál valda eins og áður hömlum og auknum kostnaði en engum eða vafasömum ábata.

This entry was posted in EES. Bookmark the permalink.